Trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2023 20:49 Sólveig Anna Jónsdóttir kemst ekki á fund Aðalsteins Leifssonar í fyrramálið. Vísir Formaður Eflingar hefur ritað ríkissáttasemjara bréf vegna fundarboðs hans á morgun. Hann segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um heimila aðför til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta, óumdeilanlega kæranlega. Efling trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. Líkt og fjallað hefur verið um í heimilaði héraðsdómur aðför, að gerðarbeiðni ríkissáttasemjara, í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gefið út að kjörskráin umdeilda verði ekki afhent fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. „Efling mun að sjálfsögðu hlíta endanlegri niðurstöðu dómstóla. Sú niðurstaða liggur ekki fyrir þó ríkissáttasemjari láti sem svo sé. Efling hefur þegar kært niðurstöðuna til Landsréttar enda mikilvægt að leyst sé úr málinu fyrir æðri dómstól. Allir eru sammála um að málið er án fordæma og um leið mjög mikilvægt,“ segir í tilkynningu á vef Eflingar. Ríkissáttasemjari skerði rétt til réttlátrar málsmeðferðar Í tilkynningu segir að Efling trúi því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. „Með því væri ríkissáttasemjari sem stjórnvald að grípa fram fyrir hendur dómstóla og um leið að skerða rétt Eflingar til réttlátrar málsmeðferðar. Síðast en ekki síst væri ríkissáttasemjari að svipta allan vinnumarkaðinn tækifærinu á að fá skýrt fordæmi frá æðri dómstól,“ segir í tilkynningu. Úrskurðurinn hefur þegar réttaráhrif Í lögum um um aðför segir að úrskurði héraðsdómara samkvæmt 13. kafla þeirra megi fullnægja þegar með aðför, nema sérstakur aðfararfrestur hafi verið tiltekinn í úrskurðinum. Þá segir að málskot úrskurðar héraðsdómara samkvæmt kaflanum til æðra dóms fresti ekki aðfarargerð, nema fallist hafi verið á kröfu þess efnis í úrskurðinum. Efling gerði slíka kröfu við rekstur málsins en héraðsdómur féllst ekki á hana. Gerir ráð fyrir að ríkissáttasemjari sýni kurteisi og virðingu Ríkissáttasemjari hefur greint frá því að hann hafi boðað Eflingu og Samtök atvinnulífsins á sinn fund til þess að ræða hvenær atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans mun fara fram. Af þeim sökum ákvað Efling að birta svar Sólveigar Önnu við erindi hans opinberlega. Í svarinu segir meðal annars að Efling stefni að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð þess. „Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu,“ segir Sólveig Anna. Bréf Sólveigar Önnu má lesa í heild sinni hér að neðan: Sæll Aðalsteinn. Niðurstaða héraðsdóms í dag er óumdeilanlega kæranleg til Landsréttar. Efling lýsti því samstundis yfir í héraðsdómi í dag að úrskurðinn væri kærður. Efling stefnir að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð kærumálsins. Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu. Fyrst og fremst gerir Efling ráð fyrir því að Ríkissáttasemjari hafi ekki af stéttarfélaginu þá réttlátu málsmeðferð sem felst í úrlausn á tveimur dómstigum. Efling mun að sjálfsögðu hlíta niðurstöðu dómstóla, verði hún endanleg. Eins og bent hefur verið á er hin umbeðna kjörskrá ekki til en hana þarf að útbúa sérstaklega. Verði Ríkissáttasemjari ekki við þessari sjálfsögðu ósk um að klára málið endanlega er óskað eftir rökstuðningi fyrir því. Ég er tilbúin að mæta á fund á morgun til þess að ræða málin frekar. Ég kemst aftur á móti ekki kl. 10.15 eins og þú leggur til þar sem að ég er önnum kafin við að undirbúa verkfallsaðgerðir og fundahöld þeim tengd fyrir hádegi og frameftir degi. Einnig tekur það mig tíma að boða samninganefnd á fundinn sem hér um ræðir. Kveðja, Sólveig Anna JónsdóttirEfling – stéttarfélag | Formaður Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Sjá meira
Líkt og fjallað hefur verið um í heimilaði héraðsdómur aðför, að gerðarbeiðni ríkissáttasemjara, í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gefið út að kjörskráin umdeilda verði ekki afhent fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. „Efling mun að sjálfsögðu hlíta endanlegri niðurstöðu dómstóla. Sú niðurstaða liggur ekki fyrir þó ríkissáttasemjari láti sem svo sé. Efling hefur þegar kært niðurstöðuna til Landsréttar enda mikilvægt að leyst sé úr málinu fyrir æðri dómstól. Allir eru sammála um að málið er án fordæma og um leið mjög mikilvægt,“ segir í tilkynningu á vef Eflingar. Ríkissáttasemjari skerði rétt til réttlátrar málsmeðferðar Í tilkynningu segir að Efling trúi því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. „Með því væri ríkissáttasemjari sem stjórnvald að grípa fram fyrir hendur dómstóla og um leið að skerða rétt Eflingar til réttlátrar málsmeðferðar. Síðast en ekki síst væri ríkissáttasemjari að svipta allan vinnumarkaðinn tækifærinu á að fá skýrt fordæmi frá æðri dómstól,“ segir í tilkynningu. Úrskurðurinn hefur þegar réttaráhrif Í lögum um um aðför segir að úrskurði héraðsdómara samkvæmt 13. kafla þeirra megi fullnægja þegar með aðför, nema sérstakur aðfararfrestur hafi verið tiltekinn í úrskurðinum. Þá segir að málskot úrskurðar héraðsdómara samkvæmt kaflanum til æðra dóms fresti ekki aðfarargerð, nema fallist hafi verið á kröfu þess efnis í úrskurðinum. Efling gerði slíka kröfu við rekstur málsins en héraðsdómur féllst ekki á hana. Gerir ráð fyrir að ríkissáttasemjari sýni kurteisi og virðingu Ríkissáttasemjari hefur greint frá því að hann hafi boðað Eflingu og Samtök atvinnulífsins á sinn fund til þess að ræða hvenær atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans mun fara fram. Af þeim sökum ákvað Efling að birta svar Sólveigar Önnu við erindi hans opinberlega. Í svarinu segir meðal annars að Efling stefni að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð þess. „Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu,“ segir Sólveig Anna. Bréf Sólveigar Önnu má lesa í heild sinni hér að neðan: Sæll Aðalsteinn. Niðurstaða héraðsdóms í dag er óumdeilanlega kæranleg til Landsréttar. Efling lýsti því samstundis yfir í héraðsdómi í dag að úrskurðinn væri kærður. Efling stefnir að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð kærumálsins. Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu. Fyrst og fremst gerir Efling ráð fyrir því að Ríkissáttasemjari hafi ekki af stéttarfélaginu þá réttlátu málsmeðferð sem felst í úrlausn á tveimur dómstigum. Efling mun að sjálfsögðu hlíta niðurstöðu dómstóla, verði hún endanleg. Eins og bent hefur verið á er hin umbeðna kjörskrá ekki til en hana þarf að útbúa sérstaklega. Verði Ríkissáttasemjari ekki við þessari sjálfsögðu ósk um að klára málið endanlega er óskað eftir rökstuðningi fyrir því. Ég er tilbúin að mæta á fund á morgun til þess að ræða málin frekar. Ég kemst aftur á móti ekki kl. 10.15 eins og þú leggur til þar sem að ég er önnum kafin við að undirbúa verkfallsaðgerðir og fundahöld þeim tengd fyrir hádegi og frameftir degi. Einnig tekur það mig tíma að boða samninganefnd á fundinn sem hér um ræðir. Kveðja, Sólveig Anna JónsdóttirEfling – stéttarfélag | Formaður
Sæll Aðalsteinn. Niðurstaða héraðsdóms í dag er óumdeilanlega kæranleg til Landsréttar. Efling lýsti því samstundis yfir í héraðsdómi í dag að úrskurðinn væri kærður. Efling stefnir að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð kærumálsins. Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu. Fyrst og fremst gerir Efling ráð fyrir því að Ríkissáttasemjari hafi ekki af stéttarfélaginu þá réttlátu málsmeðferð sem felst í úrlausn á tveimur dómstigum. Efling mun að sjálfsögðu hlíta niðurstöðu dómstóla, verði hún endanleg. Eins og bent hefur verið á er hin umbeðna kjörskrá ekki til en hana þarf að útbúa sérstaklega. Verði Ríkissáttasemjari ekki við þessari sjálfsögðu ósk um að klára málið endanlega er óskað eftir rökstuðningi fyrir því. Ég er tilbúin að mæta á fund á morgun til þess að ræða málin frekar. Ég kemst aftur á móti ekki kl. 10.15 eins og þú leggur til þar sem að ég er önnum kafin við að undirbúa verkfallsaðgerðir og fundahöld þeim tengd fyrir hádegi og frameftir degi. Einnig tekur það mig tíma að boða samninganefnd á fundinn sem hér um ræðir. Kveðja, Sólveig Anna JónsdóttirEfling – stéttarfélag | Formaður
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Sjá meira