Nú hljóti félagatalið að nást úr krumlum forystu Eflingar Máni Snær Þorláksson skrifar 6. febrúar 2023 15:45 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Egill Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins býst við því að þar til bærir embættismenn muni einhenda sér í það verkefni að „ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er vonsvikinn með niðurstöðu Félagsdóms sem féllst ekki á kröfur SA um að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar væri ólögmætt. Hann bendir þó á að sigur Eflingar hefði ekki getað verið tæpari. Þrír dómarar af fimm töldu verkfallsboðunina lögmæta en tveir skiluðu sératkvæði. „Ég sé að dómurinn er klofinn. Það eru þrír dómarar sem dæma með þessum hætti en síðan er sératkvæði tveggja dómara. Þannig þetta fellur á minnsta mögulegan mun,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í húsnæði Félagsdóms í dag.Vísir Hann segir Samtök atvinnulífsins hafa vonað að dómurinn myndi falla á annan veg: „Kannski ekki síst í því ljósi að það er ekkert sem forysta Eflingar óttast meira en að félagsmenn þeirra fái að kjósa um miðlunartillöguna. Þetta verkfall sem er boðað og mun þá koma til framkvæmda á morgun mun auðvitað stöðvast um leið og búið er að kjósa eða greiða atkvæði um miðlunartillöguna. Í því ljósi er komin upp enn ein fordæmalaus staðan í þessu máli og samskiptum Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda við forystu Eflingar.“ Fagnar því sem „forysta Eflingar óttast mest“ Halldór segir þó aðalatriðið vera að fyrr í dag féll dómur í héraðsdómi sem gerir Eflingu skylt að afhenda félagatal sitt. „Sem þýðir að það sem forysta Eflingar óttast mest, að fram fari kosningar meðal félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sú atkvæðagreiðsla mun fara fram og ég fagna því,“ segir hann. „Við hljótum að velta fyrir okkur núna í beinu framhaldi hvort ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Eflingu að þau fresti boðun verkfalls í ljósi þess að ekki er lengur ágreiningur um það hvort þeim beri að afhenda atkvæðaskrá til ríkissáttasemjara.“ Finnst þér líklegt að þau geri það? „Ég ætla ekkert að lesa í það en ég hins vegar veit að lögin eru alveg skýr og úrskurðurinn í morgun er eins kristalskýr og hugsast getur og er auðvitað aðalatriðið í þessu samhengi. Það mun núna koma í ljós á næstu dögum hvort að forysta Eflingar muni hlíta niðurstöðu dómsins og ef ekki þá geri ég ráð fyrir að ríkisvaldið hafi úrræði til þess að knýja á um það.“ Klippa: Vonbrigði en embættismenn hljóti að ná félagatalinu úr krumlum Eflingar Halldór segir að Samtök atvinnulífsins muni að sjálfsögðu gera þá kröfu að þetta fari strax af stað, að Efling afhendi félagatalið: „Ég meina, það hlýtur að vera þannig að eftir að dómur hefur úrskurðað um innsetningarbeiðni að þá hljóta þar til bærir embættismenn að einhenda sér í það verkefni að ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar eins og lög kveða á.“ Efling óskaði eftir því að réttaráhrifum yrði frestað, meðan beðið yrði niðurstöðu Landsréttar, féllist héraðsdómur á að Efling ætti að veita sáttasemjara kjörskrána. Á það féllst héraðsdómur ekki. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er vonsvikinn með niðurstöðu Félagsdóms sem féllst ekki á kröfur SA um að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar væri ólögmætt. Hann bendir þó á að sigur Eflingar hefði ekki getað verið tæpari. Þrír dómarar af fimm töldu verkfallsboðunina lögmæta en tveir skiluðu sératkvæði. „Ég sé að dómurinn er klofinn. Það eru þrír dómarar sem dæma með þessum hætti en síðan er sératkvæði tveggja dómara. Þannig þetta fellur á minnsta mögulegan mun,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í húsnæði Félagsdóms í dag.Vísir Hann segir Samtök atvinnulífsins hafa vonað að dómurinn myndi falla á annan veg: „Kannski ekki síst í því ljósi að það er ekkert sem forysta Eflingar óttast meira en að félagsmenn þeirra fái að kjósa um miðlunartillöguna. Þetta verkfall sem er boðað og mun þá koma til framkvæmda á morgun mun auðvitað stöðvast um leið og búið er að kjósa eða greiða atkvæði um miðlunartillöguna. Í því ljósi er komin upp enn ein fordæmalaus staðan í þessu máli og samskiptum Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda við forystu Eflingar.“ Fagnar því sem „forysta Eflingar óttast mest“ Halldór segir þó aðalatriðið vera að fyrr í dag féll dómur í héraðsdómi sem gerir Eflingu skylt að afhenda félagatal sitt. „Sem þýðir að það sem forysta Eflingar óttast mest, að fram fari kosningar meðal félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sú atkvæðagreiðsla mun fara fram og ég fagna því,“ segir hann. „Við hljótum að velta fyrir okkur núna í beinu framhaldi hvort ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Eflingu að þau fresti boðun verkfalls í ljósi þess að ekki er lengur ágreiningur um það hvort þeim beri að afhenda atkvæðaskrá til ríkissáttasemjara.“ Finnst þér líklegt að þau geri það? „Ég ætla ekkert að lesa í það en ég hins vegar veit að lögin eru alveg skýr og úrskurðurinn í morgun er eins kristalskýr og hugsast getur og er auðvitað aðalatriðið í þessu samhengi. Það mun núna koma í ljós á næstu dögum hvort að forysta Eflingar muni hlíta niðurstöðu dómsins og ef ekki þá geri ég ráð fyrir að ríkisvaldið hafi úrræði til þess að knýja á um það.“ Klippa: Vonbrigði en embættismenn hljóti að ná félagatalinu úr krumlum Eflingar Halldór segir að Samtök atvinnulífsins muni að sjálfsögðu gera þá kröfu að þetta fari strax af stað, að Efling afhendi félagatalið: „Ég meina, það hlýtur að vera þannig að eftir að dómur hefur úrskurðað um innsetningarbeiðni að þá hljóta þar til bærir embættismenn að einhenda sér í það verkefni að ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar eins og lög kveða á.“ Efling óskaði eftir því að réttaráhrifum yrði frestað, meðan beðið yrði niðurstöðu Landsréttar, féllist héraðsdómur á að Efling ætti að veita sáttasemjara kjörskrána. Á það féllst héraðsdómur ekki.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34