Innlent

Bein út­sending: Auð­lindin okkar – Bráða­birgða­til­lögur starfs­hópa kynntar

Atli Ísleifsson skrifar
Í lok maí 2022 skipaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fjóra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum.
Í lok maí 2022 skipaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fjóra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum. Vísir/Vilhelm

Bráðabirgðatillögur fjögurra starfshópa Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem falið var að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins, verða kynntar á fundi á Grand Hótel í dag.

Opinn samræðufundur verður haldinn milli klukkan 8:30 og 10:45 þar sem formenn starfshópanna munu taka þátt í umræðum. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi að neðan.

Formenn starfshópanna eru:

• Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður starfshópsins Aðgengi

• Gréta María Grétarsdóttir, formaður starfshópsins Umgengni

• Gunnar Haraldsson, formaður starfshópsins Samfélag

• Ingunn Agnes Kro, formaður starfshópsins Tækifæri

Fundarstjóri er Brynja Þorgeirsdóttir.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×