Norðmenn völdu framlagið og Subwoolfer felldi grímurnar Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2023 22:03 Gulu úlfarnir Keith og Jim heita Gaute og Ben í raun og veru. Daniele Venturelli/Getty Norðmenn völdu framlag sitt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Það var hin tvítuga Alessandra Mele sem bar sigur úr býtum í Melodi Grand Prix keppninni. Þá vakti athygli að tvíeykið Subwoolfer, sem kom fram fyrir hönd Noregs í Eurovision í fyrra, felldi gulu úlfagrímurnar frægu í beinni útsendingu. Allesandra vann keppnina með laginu Queen of kings og mun flytja það í Liverpool í maí næstkomandi. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan: Allessandra sagði sér hafa hlotnast mikill heiður og að hún muni gera norsku þjóðina stolta, eftir að úrslit keppninnar voru tilkynnt. Úlfarnir heita Gaute og Ben Á úrslitakvöldinu kom raftónlistartvíeykið Subwoolfer fram. Meðlimir Subwoolfer vöktu mikla athygli í Eurovision-keppninni í fyrra þegar þeir komu fram grímuklæddir og fluttu lag um úlf sem þarf að gefa banana ellegar borði hann ömmu þeirra. Allt frá því að tvíeykið keppti í undankeppninni í fyrra hafa nöfn og útlit meðlima þess verið á huldu. Í kvöld felldu þeir hins vegar grímurnar og í ljós kom að þeir heita Gaute Ormåsen og Ben Adams. Í myndskeiði í frétt Verdens Gang má sjá atriði þeirra og bút úr viðtali við þá, sem tekið var fyrr í vikunni. Þeir segja að nöfn þeirra hafi verið eins konar opinbert leyndarmál enda hafi allir sem þekkja þá þekkt þá á röddum þeirra þrátt fyrir grímurnar og dulnefnin Keith og Jim. Þeir segja jafnframt að með því að fella grímurnar hafi þeir lokið fyrsta kaflanum í sögu Subwoolfer. Þeir muni áfram koma fram undir nafninu Subwoolfer en með breyttu sniði. Líkt og greint var frá á dögunum mun Subwoolfer leggja leið sína til landsins í mars og koma fram í Söngvakeppni sjónvarpsins. Hvort það verði þeir Gaute og Ben sem koma fram eða gulu úlfarnir Keith og Jim verður að koma í ljós. Noregur Eurovision Tengdar fréttir Norskir úlfar borða ítalskar ömmur Meðlimir Subwoolfer eru komnir áfram í aðalkeppni Eurovision sem fer fram annað kvöld í Tórínó og virðast þeir vera að safna orku fyrir stóra daginn með því að gæða sér á ítölskum ömmum og kúra. 13. maí 2022 22:00 Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim. 22. febrúar 2022 16:30 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Allesandra vann keppnina með laginu Queen of kings og mun flytja það í Liverpool í maí næstkomandi. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan: Allessandra sagði sér hafa hlotnast mikill heiður og að hún muni gera norsku þjóðina stolta, eftir að úrslit keppninnar voru tilkynnt. Úlfarnir heita Gaute og Ben Á úrslitakvöldinu kom raftónlistartvíeykið Subwoolfer fram. Meðlimir Subwoolfer vöktu mikla athygli í Eurovision-keppninni í fyrra þegar þeir komu fram grímuklæddir og fluttu lag um úlf sem þarf að gefa banana ellegar borði hann ömmu þeirra. Allt frá því að tvíeykið keppti í undankeppninni í fyrra hafa nöfn og útlit meðlima þess verið á huldu. Í kvöld felldu þeir hins vegar grímurnar og í ljós kom að þeir heita Gaute Ormåsen og Ben Adams. Í myndskeiði í frétt Verdens Gang má sjá atriði þeirra og bút úr viðtali við þá, sem tekið var fyrr í vikunni. Þeir segja að nöfn þeirra hafi verið eins konar opinbert leyndarmál enda hafi allir sem þekkja þá þekkt þá á röddum þeirra þrátt fyrir grímurnar og dulnefnin Keith og Jim. Þeir segja jafnframt að með því að fella grímurnar hafi þeir lokið fyrsta kaflanum í sögu Subwoolfer. Þeir muni áfram koma fram undir nafninu Subwoolfer en með breyttu sniði. Líkt og greint var frá á dögunum mun Subwoolfer leggja leið sína til landsins í mars og koma fram í Söngvakeppni sjónvarpsins. Hvort það verði þeir Gaute og Ben sem koma fram eða gulu úlfarnir Keith og Jim verður að koma í ljós.
Noregur Eurovision Tengdar fréttir Norskir úlfar borða ítalskar ömmur Meðlimir Subwoolfer eru komnir áfram í aðalkeppni Eurovision sem fer fram annað kvöld í Tórínó og virðast þeir vera að safna orku fyrir stóra daginn með því að gæða sér á ítölskum ömmum og kúra. 13. maí 2022 22:00 Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim. 22. febrúar 2022 16:30 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Norskir úlfar borða ítalskar ömmur Meðlimir Subwoolfer eru komnir áfram í aðalkeppni Eurovision sem fer fram annað kvöld í Tórínó og virðast þeir vera að safna orku fyrir stóra daginn með því að gæða sér á ítölskum ömmum og kúra. 13. maí 2022 22:00
Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim. 22. febrúar 2022 16:30