Lífið

Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi

Elísabet Hanna skrifar
Enginn veit hver er á bak við grímurnar.
Enginn veit hver er á bak við grímurnar. Skjáskot/Youtube

Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim.

Tvíeykið neitar að gefa nokkurn skapaðan hlut upp um sig og segja samstarfið hafa byrjað fyrir 4.5 billjónum ára síðan og að þeir búi á tunglinu. Lagið var valið í söngvakeppninni sem fór fram á sjö kvöldum í heild sína. Noregur hefur þrisvar sinnum unnið Eurovision og nú verður spennandi að sjá hvort að úlfarnir komi heim með bikarinn eða banana.

Hér má sjá atriðið eins og það birtist í norsku söngvakeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×