Covid faraldur á Djúpavogi og þorrablóti frestað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 12:04 Íbúar í Djúpavogi glíma margir hverjir við veikindi þessa dagana en fjölmörg Covid smit hafa greinst undanfarið í bænum. Vísir/Vilhelm Þorrablóti sem til stóð að halda á Djúpavogi í kvöld hefur verið frestað vegna veikinda sem herja á bæjarbúa en fjölmargir íbúar hafa greinst með Covid-19 undanfarna daga. Skólastjóri og formaður þorrablótsnefndar eru meðal þeirra sem greinst hafa með veiruna. Þorrablótinu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað um tvær vikur. Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar að blótinu hefði verið frestað vegna veikinda, bæði hjá íbúum bæjarins og aðilum í nefndinni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 í vikunni. „Við vorum í góðu samtali við Heilbrigðisstofnun Austurlands og tókum ákvörðum út frá því samtali um að fresta þorrablótinu. Án þess þó að þau segðu beinlínis af eða á, við tókum þessa ákvörðun,“ segir Jóhanna. Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar er með Covid líkt og fjölmargir aðrir á Djúpavogi. Facebook Engar sóttvarvarnarráðstafanir eða leiðbeiningar eru í gildi og segir Jóhanna að það hefði í raun verið betra ef það væri skýr rammi frá stjórnvöldum varðandi ráðstafanir þegar þessi staða kemur upp. Uppsafnað slúður síðan 2020 Jóhanna segist ekki vita til þess að neinn væri alvarlega veikur en fólk væri með þessi hefðbundnu flensueinkenni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 fyrr í vikunni og segir það gilda um fleiri í þorrablótsnefndinni og börn þeirra. „Þetta er auðvitað fámennur bær. Við ákváðum að hugsa eins og þríeykið og reyna að fletja úr kúrfuna svo að samfélagið færi ekki alveg á hliðina,“ segir Jóhanna. „Við vitum svo sem ekkert hvernig staðan verður eftir tvær vikur en við mátum það sem svo að það væri álitlegur tími til að jafna sig.“ Jóhanna segir engan ósáttan við frestunina heldur þvert á móti. „Ég held að það hafi bara allir verið glaðir yfir því að þessu væri frestað. Þetta er mikilvægur samfélagslegur viðburður og við viljum auðvitað að sem flestir komist. Þetta er fyrsta þorrablótið í þrjú ár, við erum búin að safna slúðri síðan í febrúar 2020.“ Skólastjóri á meðal smitaðra Þorbjörg Sandholt skólastjóri grunnskólans á Djúpavogi er ein af þeim sem eru með Covid-19. Aðeins mætti um helmingur nemenda í skólann í síðustu viku auk þess sem margir starfsmenn voru fjarverandi. Þorbjörg vill þó ekki gera mikið úr málinu og segir alls óljóst hvort um sé að ræða covidfaraldur eða árstíðabundna flensu. „Staðan er sú að það er flensa og það eru engar reglur í gildi svo fólk er að reyna taka ábyrgð. Það eru alltaf forföll í grunnskólanum á þessum árstíma, vissulega svolítið extra mikið núna,“ segir Þorbjörg. „Við erum að reyna að ná utan um aðstæður, það er margt í gangi, flensa, vont veður og covid. Mér finnst þetta svolítið blásið upp," sagði Þorbjörg. Þorrablótið mun fara fram 18.febrúar næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Austurlands Múlaþing Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Þorrablótinu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað um tvær vikur. Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar að blótinu hefði verið frestað vegna veikinda, bæði hjá íbúum bæjarins og aðilum í nefndinni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 í vikunni. „Við vorum í góðu samtali við Heilbrigðisstofnun Austurlands og tókum ákvörðum út frá því samtali um að fresta þorrablótinu. Án þess þó að þau segðu beinlínis af eða á, við tókum þessa ákvörðun,“ segir Jóhanna. Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar er með Covid líkt og fjölmargir aðrir á Djúpavogi. Facebook Engar sóttvarvarnarráðstafanir eða leiðbeiningar eru í gildi og segir Jóhanna að það hefði í raun verið betra ef það væri skýr rammi frá stjórnvöldum varðandi ráðstafanir þegar þessi staða kemur upp. Uppsafnað slúður síðan 2020 Jóhanna segist ekki vita til þess að neinn væri alvarlega veikur en fólk væri með þessi hefðbundnu flensueinkenni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 fyrr í vikunni og segir það gilda um fleiri í þorrablótsnefndinni og börn þeirra. „Þetta er auðvitað fámennur bær. Við ákváðum að hugsa eins og þríeykið og reyna að fletja úr kúrfuna svo að samfélagið færi ekki alveg á hliðina,“ segir Jóhanna. „Við vitum svo sem ekkert hvernig staðan verður eftir tvær vikur en við mátum það sem svo að það væri álitlegur tími til að jafna sig.“ Jóhanna segir engan ósáttan við frestunina heldur þvert á móti. „Ég held að það hafi bara allir verið glaðir yfir því að þessu væri frestað. Þetta er mikilvægur samfélagslegur viðburður og við viljum auðvitað að sem flestir komist. Þetta er fyrsta þorrablótið í þrjú ár, við erum búin að safna slúðri síðan í febrúar 2020.“ Skólastjóri á meðal smitaðra Þorbjörg Sandholt skólastjóri grunnskólans á Djúpavogi er ein af þeim sem eru með Covid-19. Aðeins mætti um helmingur nemenda í skólann í síðustu viku auk þess sem margir starfsmenn voru fjarverandi. Þorbjörg vill þó ekki gera mikið úr málinu og segir alls óljóst hvort um sé að ræða covidfaraldur eða árstíðabundna flensu. „Staðan er sú að það er flensa og það eru engar reglur í gildi svo fólk er að reyna taka ábyrgð. Það eru alltaf forföll í grunnskólanum á þessum árstíma, vissulega svolítið extra mikið núna,“ segir Þorbjörg. „Við erum að reyna að ná utan um aðstæður, það er margt í gangi, flensa, vont veður og covid. Mér finnst þetta svolítið blásið upp," sagði Þorbjörg. Þorrablótið mun fara fram 18.febrúar næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Austurlands Múlaþing Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira