Innlent

Allt að fjörutíu flóttamenn í Múlaþing á árinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings við undirritun samningsins.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings við undirritun samningsins. Stjórnarráðið

Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Múlaþing mun taka á móti allt að fjörutíu flóttamönnum á árinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar segir að þetta sé sjöundi samningurinn sem gerður er um samræmda móttöku flóttafólks á skömmum tíma. Undanfarna mánuði hafa Akureyri, Árborg, Hafnarfjörður, Hornafjörður, Reykjanesbær og Reykjavíkurborg undirritað slíka samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.

Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem hefur fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. 

Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að markmiðið sé að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Lögð sé áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, svo sem með atvinnu, samfélagsfræðslu og námi. 


Tengdar fréttir

Reykja­nes­bær tekur á móti 350 flótta­mönnum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum.

Allt að 350 flótta­menn til Akur­eyrar á þessu ári

Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri.

Semja um mót­töku allt að 100 flótta­manna

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn var undirritaður á Selfossi og kveður á um að sveitarfélagið taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×