Samtökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint frá dýrum í neyð á bæ í Skagafirði. Í tilkynningunni segir að á bænum sé búfénaður í alvarlegum vanhöldum, bæði vegna ástands þeirra og aðbúnaðar.
Fréttastofu bárust borist myndir og myndbönd af aðstöðunni í umræddu búi. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS, tjáði fréttastofu í morgun að MAST hefði í tveimur heimsóknum á umræddan bæ komist að þeirri niðurstöðu aðbúnaður dýranna væri án frávika.
Fram kemur í tilkynningu á vef MAST að farið hafi verið í heimsóknirnar 16. nóvember og 6. desember eftir ábendingar um slæman aðbúnað á bænum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndirnar og myndböndin sem Vísir birti í morgun tekin á milli þessara heimsókn.
Jafnframt kemur fram í tilkynningu MAST að eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi mánudaginn 30. janúar fylgt eftir þriðju ábendingu og farið í eftirlit á bæinn. Ekkert tilefni hafi verið til að skrá frávik.
„Þær myndir sem Dýraverndunarsambandið vísar til í yfirlýsingu sinni og sendar hafa verið til stofnunarinnar gefa ekki rétta mynd af holdafari nautgripanna eða aðstæðum á bænum á fyrrnefndu tímabili. Myndirnar voru ekki í samræmi við aðstæður eins og þær hafa birst eftirlitsmönnum stofnunarinnar í þau þrjú skipti sem stofnunin hefur fylgt eftir ábendingum um umhirðu og aðbúnað nautgripa á bænum og kemur fram í eftirlitsskýrslu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu frá MAST.
Búfjárhald á bænum muni þó sæta áfram reglubundnu eftirliti.