Segja nautgripi í neyð í Skagafirði þrátt fyrir heimsóknir MAST Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2023 07:00 Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir yfirvöld þurfa að bregðast við. Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) hefur farið fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda vegna ástands og aðbúnaðar dýra á bæ í Skagafirði. Matvælastofnun (MAST) hefur tvisvar farið í eftirlitsheimsókn á bæinn en ekki skráð nein frávik. Samtökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint frá frá dýrum í neyð á bæ í Skagafirði. Í tilkynningunni segir að á bænum sé búfénaður í alvarlegum vanhöldum, bæði vegna ástands þeirra og aðbúnaðar. Fréttastofu hafa borist myndir og myndbönd af aðstöðunni í umræddu búi. Þar sést hversu horuð dýrin eru og er legusvæði þeirra stútfullt af mykju. Dýrin á bænum eru afar skítug.Aðsend Í samtali við fréttastofu segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS, að MAST hafi farið tvisvar í eftirlitsheimsóknir á umræddan bæ og í bæði skiptin komist að þeirri niðurstöðu aðbúnaður dýranna sé án frávika. Myndirnar og myndböndin sem sjá má í fréttinni voru teknar á milli heimsókna MAST. Klippa: Horaðir nautgripir á skítugu legusvæði „Þarna er aðbúnaður sem er algjörlega óásættanlegur og gegn lögum um velferð dýra. Það á að vera þannig að nautgripir eiga að hafa þurrt undir sér, legusvæðið þeirra á að vera þrifið daglega og dýrin eiga að sjálfsögðu ekki að vera vanfóðruð,“ segir Linda. Samtökin kalla eftir tafarlausum aðgerðum af hálfu yfirvalda í málinu. Gólfið er þakið mykju og dýrin afar skítug.Aðsend „Það þarf að fara þarna inn og gera úrbætur. Þetta eru dýr í neyð. Stofnunin þarf að bregðast við. Matvælastofnun er eina stofnunin á Íslandi sem samkvæmt lögum fer með eftirlit að lögum um velferð dýra sé fylgt,“ segir Linda. Legusvæðið er þakið mykju.Aðsend Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu DÍS í heild sinni. Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.DÍS hefur séð myndir og er ástand og aðbúnaður dýranna sem um ræðir mjög slæmt. Búfénaður er horaður og stendur skítugur í mykju upp að hnjám. Það var örþrifaráð tilkynnanda að hafa samband við DÍS vegna ástandsins og lýsa þessum aðbúnaði dýranna, í von um að það verði til þess að hreyfa við málinu.DÍS hafði samband við Matvælastofnun í síðustu viku vegna málsins og óskaði tafarlausra úrbóta. Svör stofnunarinnar voru þau að farið hefði verið í eftirlit á þessum stað í nóvember sl. vegna ábendingar. Þá hafi engin frávik verið skráð varðandi aðbúnað dýranna. Sú ábending sem send hefur verið til DÍS á hins vegar við um aðbúnað dýranna viku eftir þá eftirlitsheimsókn MAST. Jafnframt var aðbúnaður dýra metinn án frávika í desember þegar MAST fór í aðra eftirlitsheimsókn.Dýrahald eins og lýst er hér á engan rétt á sér. Matvælastofnun er sú stofnun á Íslandi sem lögum samkvæmt ber að sjá til þess að farið sé að lögum um velferð dýra.Dýraverndarsamband Íslands fer fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu. Dýraheilbrigði Skagafjörður Dýr Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Samtökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint frá frá dýrum í neyð á bæ í Skagafirði. Í tilkynningunni segir að á bænum sé búfénaður í alvarlegum vanhöldum, bæði vegna ástands þeirra og aðbúnaðar. Fréttastofu hafa borist myndir og myndbönd af aðstöðunni í umræddu búi. Þar sést hversu horuð dýrin eru og er legusvæði þeirra stútfullt af mykju. Dýrin á bænum eru afar skítug.Aðsend Í samtali við fréttastofu segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS, að MAST hafi farið tvisvar í eftirlitsheimsóknir á umræddan bæ og í bæði skiptin komist að þeirri niðurstöðu aðbúnaður dýranna sé án frávika. Myndirnar og myndböndin sem sjá má í fréttinni voru teknar á milli heimsókna MAST. Klippa: Horaðir nautgripir á skítugu legusvæði „Þarna er aðbúnaður sem er algjörlega óásættanlegur og gegn lögum um velferð dýra. Það á að vera þannig að nautgripir eiga að hafa þurrt undir sér, legusvæðið þeirra á að vera þrifið daglega og dýrin eiga að sjálfsögðu ekki að vera vanfóðruð,“ segir Linda. Samtökin kalla eftir tafarlausum aðgerðum af hálfu yfirvalda í málinu. Gólfið er þakið mykju og dýrin afar skítug.Aðsend „Það þarf að fara þarna inn og gera úrbætur. Þetta eru dýr í neyð. Stofnunin þarf að bregðast við. Matvælastofnun er eina stofnunin á Íslandi sem samkvæmt lögum fer með eftirlit að lögum um velferð dýra sé fylgt,“ segir Linda. Legusvæðið er þakið mykju.Aðsend Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu DÍS í heild sinni. Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.DÍS hefur séð myndir og er ástand og aðbúnaður dýranna sem um ræðir mjög slæmt. Búfénaður er horaður og stendur skítugur í mykju upp að hnjám. Það var örþrifaráð tilkynnanda að hafa samband við DÍS vegna ástandsins og lýsa þessum aðbúnaði dýranna, í von um að það verði til þess að hreyfa við málinu.DÍS hafði samband við Matvælastofnun í síðustu viku vegna málsins og óskaði tafarlausra úrbóta. Svör stofnunarinnar voru þau að farið hefði verið í eftirlit á þessum stað í nóvember sl. vegna ábendingar. Þá hafi engin frávik verið skráð varðandi aðbúnað dýranna. Sú ábending sem send hefur verið til DÍS á hins vegar við um aðbúnað dýranna viku eftir þá eftirlitsheimsókn MAST. Jafnframt var aðbúnaður dýra metinn án frávika í desember þegar MAST fór í aðra eftirlitsheimsókn.Dýrahald eins og lýst er hér á engan rétt á sér. Matvælastofnun er sú stofnun á Íslandi sem lögum samkvæmt ber að sjá til þess að farið sé að lögum um velferð dýra.Dýraverndarsamband Íslands fer fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu.
Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.DÍS hefur séð myndir og er ástand og aðbúnaður dýranna sem um ræðir mjög slæmt. Búfénaður er horaður og stendur skítugur í mykju upp að hnjám. Það var örþrifaráð tilkynnanda að hafa samband við DÍS vegna ástandsins og lýsa þessum aðbúnaði dýranna, í von um að það verði til þess að hreyfa við málinu.DÍS hafði samband við Matvælastofnun í síðustu viku vegna málsins og óskaði tafarlausra úrbóta. Svör stofnunarinnar voru þau að farið hefði verið í eftirlit á þessum stað í nóvember sl. vegna ábendingar. Þá hafi engin frávik verið skráð varðandi aðbúnað dýranna. Sú ábending sem send hefur verið til DÍS á hins vegar við um aðbúnað dýranna viku eftir þá eftirlitsheimsókn MAST. Jafnframt var aðbúnaður dýra metinn án frávika í desember þegar MAST fór í aðra eftirlitsheimsókn.Dýrahald eins og lýst er hér á engan rétt á sér. Matvælastofnun er sú stofnun á Íslandi sem lögum samkvæmt ber að sjá til þess að farið sé að lögum um velferð dýra.Dýraverndarsamband Íslands fer fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu.
Dýraheilbrigði Skagafjörður Dýr Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira