Anna skákar Guðrúnu í fyrsta sinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2023 10:57 Ekki er ólíklegt að einhver á þessari mynd heiti annað hvort Anna eða Jón. Vísir/Vilhelm Nafnið Anna er orðið algengasta kvenmannsnafnið á Íslandi og steypir þar með nafninu Guðrún í fyrsta sinn af stóli sem algengasta kvennmannsnafn Íslands. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem birt hefur upplýsingar um algengust eiginnöfn Íslendinga í ársbyrjun 2023. Þar dregur heldur betur til tíðinda, eins og fyrr segir, þar sem frá upphafi mælinga hefur Guðrún verið algengasta eiginnafn kvenna hér á landi. Eiginnafnið Anna ber þann titil hins vegar í dag í fyrsta sinn. Alls bera 4.792 konur nafnið Anna en 4.472 konur nafnið Guðrún. Hjá körlum var Jón algengasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Af kvenmannsnöfnum var Anna algengast, þá Guðrún og svo Kristín. Á vef Hagstofunnar segir að flestir landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Í ársbyrjun 2023 voru þrjár algengustu samsetningarnar hjá körlum Jón Þór, Gunnar Þór og Arnar Freyr. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin fimm árum fyrr með þeirri undantekningu að Arnar Freyr kom upp í þriðja sætið á kostnað Jóns Inga. Hjá konum voru þrjár algengustu samsetningarnar Anna María, Anna Kristín og Anna Margrét. Þetta voru líka þrjú algengustu tvínefnin árið 2018. Þrátt fyrir að nöfnin Jón og Anna séu algengust komast þau hins vegar ekki á blað þegar kemur að vinsælustu nöfnum nýfæddra á árinu 2021. Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2021 en þar á eftir Jökull og Alexander. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið en þar á eftir Embla og Sara. Þór var langvinsælasta annað eiginnafnið hjá drengjum en þar á eftir Freyr og Máni. Rós var vinsælasta annað eiginnafnið hjá stúlkum. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Björk og Ósk sem vinsælasta annað eiginnafn nýfæddra stúlkna. Mannanöfn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem birt hefur upplýsingar um algengust eiginnöfn Íslendinga í ársbyrjun 2023. Þar dregur heldur betur til tíðinda, eins og fyrr segir, þar sem frá upphafi mælinga hefur Guðrún verið algengasta eiginnafn kvenna hér á landi. Eiginnafnið Anna ber þann titil hins vegar í dag í fyrsta sinn. Alls bera 4.792 konur nafnið Anna en 4.472 konur nafnið Guðrún. Hjá körlum var Jón algengasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Af kvenmannsnöfnum var Anna algengast, þá Guðrún og svo Kristín. Á vef Hagstofunnar segir að flestir landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Í ársbyrjun 2023 voru þrjár algengustu samsetningarnar hjá körlum Jón Þór, Gunnar Þór og Arnar Freyr. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin fimm árum fyrr með þeirri undantekningu að Arnar Freyr kom upp í þriðja sætið á kostnað Jóns Inga. Hjá konum voru þrjár algengustu samsetningarnar Anna María, Anna Kristín og Anna Margrét. Þetta voru líka þrjú algengustu tvínefnin árið 2018. Þrátt fyrir að nöfnin Jón og Anna séu algengust komast þau hins vegar ekki á blað þegar kemur að vinsælustu nöfnum nýfæddra á árinu 2021. Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2021 en þar á eftir Jökull og Alexander. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið en þar á eftir Embla og Sara. Þór var langvinsælasta annað eiginnafnið hjá drengjum en þar á eftir Freyr og Máni. Rós var vinsælasta annað eiginnafnið hjá stúlkum. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Björk og Ósk sem vinsælasta annað eiginnafn nýfæddra stúlkna.
Mannanöfn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira