Martröð Jóns Guðna ætlar engan enda að taka Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2023 15:00 Jón Guðni Fjóluson missir af tveimur heilum leiktíðum vegna meiðsla. @Hammarbyfotboll Frá því skömmu eftir að Jón Guðni Fjóluson stóð í miðri vörn Íslands í leik gegn Þýskalandi, í undankeppni HM haustið 2021, hefur hann nánast ekkert getað spilað fótbolta og biðin hefur enn lengst. Jón Guðni sleit krossband í hné þetta sama haust en hafði í hyggju að snúa aftur til keppni á komandi leiktíð með liði sínu Hammarby í Svíþjóð. Ekkert verður hins vegar af því þar sem að Jón Guðni lenti í bakslagi og neyðist til að fara í nýja aðgerð. Eftir að hafa misst af öllu keppnistímabilinu í fyrra missir Jón Guðni því einnig af tímabilinu í ár, og samningur hans við Hammarby rennur út í lok ársins. „Þetta eru leiðinlegar fréttir. Við styðjum hann. Hann er stórkostlegur leiðtogi og manneskja,“ segir Marti Cifuentes, þjálfari Hammarby, við Fotbollskanalen. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021 en þá var hann orðinn byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu.Getty/Alex Grimm „Þó að síðasta ár hafi verið virkilega erfitt fyrir hann þá var hann alltaf til staðar. Nú verðum við að styðja við hann og vona það besta. Því þetta er virkilega erfitt bakslag,“ segir Cifuentes. Hann segir þó ekki mikinn bilbug að finna á hinum 33 ára Jóni Guðna, sem verið hefur atvinnumaður síðustu tólf ár en var áður hjá Fram. Leikurinn gegn Þýskalandi haustið 2021 var hans átjándi A-landsleikur. „Hann er ótrúlega sterkur andlega. Það var næstum því eins og að við værum í meira áfalli og leiðari en hann, þegar við ræddum við hann. Ég hef verið í sambandi við hann og hann er mjög jákvæður. Hann er tilbúinn að berjast,“ segir þjálfarinn sem segir að Jóni Guðna standi til boða að taka að sér annað hlutverk en að vera leikmaður. Hann geti stutt við yngri leikmenn og sé mjög áhugasamur um þjálfarahlutverkið. Sænski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Jón Guðni sleit krossband í hné þetta sama haust en hafði í hyggju að snúa aftur til keppni á komandi leiktíð með liði sínu Hammarby í Svíþjóð. Ekkert verður hins vegar af því þar sem að Jón Guðni lenti í bakslagi og neyðist til að fara í nýja aðgerð. Eftir að hafa misst af öllu keppnistímabilinu í fyrra missir Jón Guðni því einnig af tímabilinu í ár, og samningur hans við Hammarby rennur út í lok ársins. „Þetta eru leiðinlegar fréttir. Við styðjum hann. Hann er stórkostlegur leiðtogi og manneskja,“ segir Marti Cifuentes, þjálfari Hammarby, við Fotbollskanalen. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021 en þá var hann orðinn byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu.Getty/Alex Grimm „Þó að síðasta ár hafi verið virkilega erfitt fyrir hann þá var hann alltaf til staðar. Nú verðum við að styðja við hann og vona það besta. Því þetta er virkilega erfitt bakslag,“ segir Cifuentes. Hann segir þó ekki mikinn bilbug að finna á hinum 33 ára Jóni Guðna, sem verið hefur atvinnumaður síðustu tólf ár en var áður hjá Fram. Leikurinn gegn Þýskalandi haustið 2021 var hans átjándi A-landsleikur. „Hann er ótrúlega sterkur andlega. Það var næstum því eins og að við værum í meira áfalli og leiðari en hann, þegar við ræddum við hann. Ég hef verið í sambandi við hann og hann er mjög jákvæður. Hann er tilbúinn að berjast,“ segir þjálfarinn sem segir að Jóni Guðna standi til boða að taka að sér annað hlutverk en að vera leikmaður. Hann geti stutt við yngri leikmenn og sé mjög áhugasamur um þjálfarahlutverkið.
Sænski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira