Innlent

Guðni A. Jóhannes­son er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Guðni A. Jóhannesson var orkumálastjóri á árunum 2008 til 2021.
Guðni A. Jóhannesson var orkumálastjóri á árunum 2008 til 2021. Aðsend

Dr. Guðni A. Jó­hann­es­son, fyrrverandi orkumálastjóri, lést á Landskotsspítala í gær, 71 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein. Hann gegndi embætti orkumálastjóra á árunum 2008 til 2021.

Í tilkynningu kemur fram að Guðni Albert hafi fæðst í Reykjavík 27. nóvember 1951, verið sonur hjónanna Aldísar Jónu Ásmundsdóttur húsmóður og Jóhannesar Guðnasonar eldavélasmiðs. 

„Hann lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1971, tók fyrrihlutanám í eðlisverkfræði í tvö ár við Háskóla Íslands og lauk náminu í Lundi í Svíþjóð. Þar lauk hann svo doktorsnámi í byggingareðlisfræði árið 1981.

Guðni starfaði sem dósent eftir að doktorsnáminu lauk, en heimfluttur hóf hann störf hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins þar til hann stofnaði eigin verkfræðistofu. Árið 1990 fékk Guðni prófessorsstöðu við Konunglega verkfræðiháskólann í Stokkhólmi og gegndi þeirri stöðu í 17 ár, allt til loka árs 2007. Í ársbyrjun 2008 tók hann við stöðu orkumálastjóra og gegndi henni í 13 ár, eða til ársins 2021.

Eftirlifandi eiginkona Guðna er Bryndís Sverrisdóttir safnafræðingur. Börn þeirra eru Gunnhildur Margrét, læknir í Gautaborg og Sverrir Páll, leikari í Stokkhólmi. Barnabörnin eru fimm,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×