Innlent

Raf­magn fór lík­lega af í Eyjum vegna bilunar í tengimúffu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rafmagn fór af í Vestmanneyjum í gær.
Rafmagn fór af í Vestmanneyjum í gær. Vísir/Vilhelm

Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í eyjunni í um klukkustund. Þegar ljóst varð að bilunin væri umfangsmeiri en áætlað var var ákveðið að setja Vestmannaeyjastreng 1 í rekstur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir að fyrstu greiningar og skoðanir hafi bent til að bilun væri í tengimúffu í landi, nokkrum kílómetrum frá Rimakoti. Vestmannaeyjastrengur 1 hafi verið settur af stað og hann ásamt varaafli haldi nú inni forgangsorku í Vestmannaeyjum. 

Strax hafi verið arið í að undirbúa viðgerð og stefnt er á að taka Rimakotslínu 1 út klukkan 14 í dag. Rarik mun keyra varaafl fyrir Vík og Landeyjar á meðan. Þá verður strengurinn mældur til að fá nánari staðsetningu á biluninni. Mælingu ætti að ljúka seinni partinn og ætti þá að koma nákvæm staðsetning og umfang viðgerðar. 


Tengdar fréttir

Hafa á­hyggjur af strandaglópum

Veðrið er farið að versna og eru appelsínugular og gular viðvaranir í gildi víða. Búið er að loka nokkrum vegum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurs. Almannavarnir hafa mestar áhyggjur af því að fólk verði strand og komist ekki leiðar sinnar. 

Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs

Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakotslína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs.  

„Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“

Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×