Innlent

Kristrún farin í fæðingarorlof

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar er farin í fæðingarorlof og hefur kallað inn varaþingmann á Alþingi.

Kristrún greinir frá þessum tíðindum á Facebook síðu sinni en hún á von á barni snemma í febrúar. Stefnir hún á að vera í fæðingarorlofi í þrjá mánuði fyrst um sinn, eða þar til í maí, og svo aftur út sumarið eftir þinglok.

Varaþingmaður Kristrúnar, Rósa Björk Brynjólfsdóttir mun koma inn á þing á morgun. 

Í færslunni segist Kristrún hlakka til að fylgjast áfram með þjóðfélagsumræðunni:

„Öflugt fólk í flokknum heldur vel á spöðunum næstu vikurnar og spennandi vinna í gangi í flokknum sem við hlökkum til að kynna fljótlega.“

Skjáskot/Facebook


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.