Fótbolti

Sektaðir um 3,8 milljónir fyrir hvern leik sem þjálfarinn stýrir liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
William Still reacts náði stigi á móti Paris Saint-Germain á Parc des Princes in Paris í gærkvöldi.
William Still reacts náði stigi á móti Paris Saint-Germain á Parc des Princes in Paris í gærkvöldi. AP/Thibault Camus

William Still er að skapa sér nafn í fótboltaheiminum enda að gera mjög flotta hluti með franska liðið Reims.

Reims náði 1-1 jafntefli á móti stórliði Paris Saint Germain í gær eftir jöfnunarmark á sjöttu mínútu í uppbótatíma.

Jafnteflið þýðir jafnframt að Reims hefur leikið tólf leiki í röð í deildinni án þess að tapa.

Það að William Still sé þjálfari liðsins skapar smá vesen og kostar sitt. Hann var aðstoðarmaður Óscar García en tók við liðinu daginn fyrir þrítugafmælisdaginn þegar García var látinn fara.

Reims tapaði ekki í fyrstu fimm leikjum sínum undir stjórn Still og hann var í framhaldinu fastráðinn út tímabilið.

Still er því aðeins nýbúinn að halda upp á þrítugsafmælið sitt og er þannig fimm árum yngri en Lionel Messi.

Still elskaði Football Manager leikinn og fór í framhaldinu út í þjálfun. Vandamálið er að hann er ekki með nauðsynleg réttindi fyrir þjálfara í efstu deild franska fótboltans.

Will Still er enn að klára UEFA Pro námskeiðið og hefur því ekki fengið réttindin.

Það kostar Reims liðið 22 þúsund pund í sekt fyrir hvern einasta leik eða rúmlega 3,8 milljónir íslenskra króna.

Eigendur Reims eru samt til í að punga þessu út því þeir telja sig vera með einn mest spennandi knattspyrnustjóra í heimi innan sinna raða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×