Söngkeppnin sem olli straumhvörfum í lífi Birgittu Haukdal Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. janúar 2023 20:00 Birgitta Haukdal var gestur í Körrent. Stilla/Vísir Birgitta Haukdal var gestur í þriðja þætti af Körrent þar sem hún ræddi meðal annars um dómarastarfið í Idolinu og söngferilinn. Þá var hún meðal annars spurð hvað hefði skipt sköpum í hennar ferli. „Ég skal segja ykkur það, það er Söngkeppni framhaldsskólanna,“ sagði Birgitta þá og bætti við: „Ef ég hefði ekki tekið þátt í henni þá væri ég bara á Húsavík að vinna á leikskólanum eða í bakaríinu, sem væri fínt líka, en ég væri ekki að vinna við tónlist.“ Hér má sjá brot úr viðtalinu: Klippa: Söngkeppni framhaldsskólanna skipti sköpum fyrir Birgittu Haukdal Hefði líklega ekki þorað í Idolið Aðspurð hvort hún hefði farið í Idolið á þeim tíma ef ekki hefði verið fyrir Söngkeppnina svaraði Birgitta: „Það er alveg spurning. Ég held að ég hefði ekki þorað því sko. Mig hefði langað, ég hefði jafnvel mætt og verið í röðinni, fengið spjaldið og allt og svo hefði ég örugglega beilað. Ég var með rosalega lítið hjarta.“ Hún segist hafa upplifað efasemdir í eigin garð, eins og allir unglingar fara í gegnum. „Það efast allir unglingar um sig en eiga samt draum. Maður er alltaf að hugsa á ég að gera þetta, á ég að taka þátt, verður manni strítt, verður maður gagnrýndur, mun manni mistakast? Við erum öll að glíma við það sama sko, ég hafði rosa lítið hjarta. Ég man þegar ég var að taka þátt í undankeppninni, bara skólasöngkeppninni fyrir framhaldsskólakeppnina. Ég var að deyja úr stressi.“ Mikilvægt að mæta Birgitta Haukdal leggur því mikla áherslu á að kýla á hlutina. „Mér finnst líka svo mikilvægt, af því nú er ég dómari í Idolinu, að segja fólki að mæta. Ég tók tvisvar sinnum þátt í Söngkeppni framhaldsskólana áður en ég vann hana, sem sagt fyrir minn skóla. Ef ég hefði bara tekið einu sinni þátt og tapað og mætt aldrei aftur, þá væri ég ekki heldur að vinna við það sem mig dreymdi um. Þannig við verðum að mæta og taka þátt. Hvað er það versta sem getur gerst? Við komumst ekki áfram eða vinnum ekki.“ Þriðja þátt af Körrent má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir. Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. Körrent Tónlist Menning Idol Tengdar fréttir Þriðji þáttur af Körrent: Birgitta Haukdal og Gunnar Nelson Þriðji þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 26. janúar 2023 20:00 Skemmtilegast að syngja og reyna við fólk Annar þáttur af Körrent fór í loftið síðastliðið fimmtudagskvöld en þar var meðal annars rætt við tónlistarkonuna Ásdísi. Lögin hennar hafa slegið í gegn víða um heiminn en nýlega hélt hún vel sótta tónleika á Húrra, þar sem stemningin var gríðarleg. 23. janúar 2023 20:01 Annar þáttur af Körrent: Herra Hnetusmjör og ÁSDÍS Annar þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 19. janúar 2023 20:01 „Með fullt skott af kók í dós, fullan bíl af fólki og ólöglegur að keyra“ Idol kynnirinn og leikarinn Aron Már Ólafsson var gestur í síðasta þætti af Körrent. Þar ræddi hann meðal annars um Idolið og fór í svokallaðar „Körrent Questions“ þar sem hann var spurður spjörunum úr. 16. janúar 2023 20:00 Fyrsti þáttur af Körrent: Idol og viðtöl við fólkið á djamminu Fyrsti þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir verða framvegis sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 13. janúar 2023 15:01 Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth sameina krafta sína Áhrifavaldurinn Lil Curly, fjölmiðlakonan og plötusnúðurinn Dóra Júlía og útvarpskonan Kristín Ruth úr Brennslunni munu sjást saman á skjánum í nýjum sjónvarpsþáttum sem hefja göngu sína á morgun. 12. janúar 2023 10:56 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
„Ég skal segja ykkur það, það er Söngkeppni framhaldsskólanna,“ sagði Birgitta þá og bætti við: „Ef ég hefði ekki tekið þátt í henni þá væri ég bara á Húsavík að vinna á leikskólanum eða í bakaríinu, sem væri fínt líka, en ég væri ekki að vinna við tónlist.“ Hér má sjá brot úr viðtalinu: Klippa: Söngkeppni framhaldsskólanna skipti sköpum fyrir Birgittu Haukdal Hefði líklega ekki þorað í Idolið Aðspurð hvort hún hefði farið í Idolið á þeim tíma ef ekki hefði verið fyrir Söngkeppnina svaraði Birgitta: „Það er alveg spurning. Ég held að ég hefði ekki þorað því sko. Mig hefði langað, ég hefði jafnvel mætt og verið í röðinni, fengið spjaldið og allt og svo hefði ég örugglega beilað. Ég var með rosalega lítið hjarta.“ Hún segist hafa upplifað efasemdir í eigin garð, eins og allir unglingar fara í gegnum. „Það efast allir unglingar um sig en eiga samt draum. Maður er alltaf að hugsa á ég að gera þetta, á ég að taka þátt, verður manni strítt, verður maður gagnrýndur, mun manni mistakast? Við erum öll að glíma við það sama sko, ég hafði rosa lítið hjarta. Ég man þegar ég var að taka þátt í undankeppninni, bara skólasöngkeppninni fyrir framhaldsskólakeppnina. Ég var að deyja úr stressi.“ Mikilvægt að mæta Birgitta Haukdal leggur því mikla áherslu á að kýla á hlutina. „Mér finnst líka svo mikilvægt, af því nú er ég dómari í Idolinu, að segja fólki að mæta. Ég tók tvisvar sinnum þátt í Söngkeppni framhaldsskólana áður en ég vann hana, sem sagt fyrir minn skóla. Ef ég hefði bara tekið einu sinni þátt og tapað og mætt aldrei aftur, þá væri ég ekki heldur að vinna við það sem mig dreymdi um. Þannig við verðum að mæta og taka þátt. Hvað er það versta sem getur gerst? Við komumst ekki áfram eða vinnum ekki.“ Þriðja þátt af Körrent má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir. Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.
Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir. Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.
Körrent Tónlist Menning Idol Tengdar fréttir Þriðji þáttur af Körrent: Birgitta Haukdal og Gunnar Nelson Þriðji þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 26. janúar 2023 20:00 Skemmtilegast að syngja og reyna við fólk Annar þáttur af Körrent fór í loftið síðastliðið fimmtudagskvöld en þar var meðal annars rætt við tónlistarkonuna Ásdísi. Lögin hennar hafa slegið í gegn víða um heiminn en nýlega hélt hún vel sótta tónleika á Húrra, þar sem stemningin var gríðarleg. 23. janúar 2023 20:01 Annar þáttur af Körrent: Herra Hnetusmjör og ÁSDÍS Annar þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 19. janúar 2023 20:01 „Með fullt skott af kók í dós, fullan bíl af fólki og ólöglegur að keyra“ Idol kynnirinn og leikarinn Aron Már Ólafsson var gestur í síðasta þætti af Körrent. Þar ræddi hann meðal annars um Idolið og fór í svokallaðar „Körrent Questions“ þar sem hann var spurður spjörunum úr. 16. janúar 2023 20:00 Fyrsti þáttur af Körrent: Idol og viðtöl við fólkið á djamminu Fyrsti þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir verða framvegis sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 13. janúar 2023 15:01 Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth sameina krafta sína Áhrifavaldurinn Lil Curly, fjölmiðlakonan og plötusnúðurinn Dóra Júlía og útvarpskonan Kristín Ruth úr Brennslunni munu sjást saman á skjánum í nýjum sjónvarpsþáttum sem hefja göngu sína á morgun. 12. janúar 2023 10:56 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Þriðji þáttur af Körrent: Birgitta Haukdal og Gunnar Nelson Þriðji þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 26. janúar 2023 20:00
Skemmtilegast að syngja og reyna við fólk Annar þáttur af Körrent fór í loftið síðastliðið fimmtudagskvöld en þar var meðal annars rætt við tónlistarkonuna Ásdísi. Lögin hennar hafa slegið í gegn víða um heiminn en nýlega hélt hún vel sótta tónleika á Húrra, þar sem stemningin var gríðarleg. 23. janúar 2023 20:01
Annar þáttur af Körrent: Herra Hnetusmjör og ÁSDÍS Annar þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 19. janúar 2023 20:01
„Með fullt skott af kók í dós, fullan bíl af fólki og ólöglegur að keyra“ Idol kynnirinn og leikarinn Aron Már Ólafsson var gestur í síðasta þætti af Körrent. Þar ræddi hann meðal annars um Idolið og fór í svokallaðar „Körrent Questions“ þar sem hann var spurður spjörunum úr. 16. janúar 2023 20:00
Fyrsti þáttur af Körrent: Idol og viðtöl við fólkið á djamminu Fyrsti þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir verða framvegis sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 13. janúar 2023 15:01
Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth sameina krafta sína Áhrifavaldurinn Lil Curly, fjölmiðlakonan og plötusnúðurinn Dóra Júlía og útvarpskonan Kristín Ruth úr Brennslunni munu sjást saman á skjánum í nýjum sjónvarpsþáttum sem hefja göngu sína á morgun. 12. janúar 2023 10:56
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“