Lífið

Leik­­konan Anni­e Wersching er látin

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Leikkonan greindist með krabbamein fyrir þremur árum síðan.
Leikkonan greindist með krabbamein fyrir þremur árum síðan. Getty/Edwards

Leikkonan Annie Wersching lést í dag aðeins 45 ára gömul. Hún var þekktust fyrir leik sinn í þáttunum 24, Bosch og Timeless. Dánarorsök var krabbamein.

„Það er stórt tóm í sálu fjölskyldunnar. En hún skildi eftir kistu fulla af verkfærum til að laga tómið. Hún sá ljósið í hversdagsleikanum og þurfti ekki tónlist til að dansa. Hún kenndi okkur að leita ekki að ævintýrum því þau myndu finna okkur sjálf. Ævintýrin væru alltumlykjandi. Og það ætlum við að gera,“ sagði Stephen Full, eftirlifandi eiginmaður Wersching. Þau áttu þrjú ung börn saman.

Wersching greindist með krabbamein fyrir þremur árum síðan en hélt áfram að leika í þáttaröðum. Síðast lék hún í þáttunum The Rookie og Star Trek: Picard. 

Þekktust er hún fyrir leik sinn í þáttunum 24, þar sem hún fór með hlutverk Renee Walker. Hún lék einnig í þáttunum Bosch og fór með hlutverk Emmu Whitmore í Timeless. Daily Mail greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×