Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2023 14:12 Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang slyssins í gær. Vísir Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. „Við vorum að keyra þarna og það voru bílar alveg ofan í okkur sem tóku fram úr. Voru sennilega á hátt upp í hundrað kílómetra hraða og við sáum að þeir voru að taka fram úr hvor öðrum á þessum hraða,“ segir Jóhanna Steina Matthíasdóttir sem var að skutla vinkonu sinni þegar slysið átti sér stað á Norðurströnd laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Búið var að fjarlægja númeraplöturnar af báðum bílunum sem hurfu fljótlega úr augsýn, rétt áður en Jóhanna heyrði gríðarmikil læti. Hún sá fljótlega að um harkalegan árekstur var um að ræða og voru framhliðar bílanna til að mynda stórskemmdar. Ljóst var að annar tveggja ökumanna sem hafði tekið þátt í kappakstrinum og farið fram úr Jóhönnu skömmu áður hafði keyrt framan á bíl konu sem kom úr gagnstæðri átt. Hinn ungi ökumaðurinn keyrði á brott. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman í gærkvöldi. slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Sloppið vel miðað við aðstæður Helgi Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við fréttastofu fyrr í dag að í aðdraganda slyssins hafi tveir menn verið í einhvers konar kappakstri. „Þarna virðast tveir ökumenn hafa verið að leika sér að því að taka fram úr hvor öðrum,“ sagði Helgi. „Annar tekur sem sagt fram úr hinum og lendir framan á bíl sem kemur úr gagnstæðri átt. Hinn bíllinn keyrir í burtu og stingur af.“ Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang en að sögn Helga sluppu farþegar vel miðað við aðstæður og að mikið tjón hafi verið á bílum. Nokkuð um glæfraakstur á þessu svæði Jóhanna segir að fljótlega eftir áreksturinn hafi fólk byrjað að tínast út úr bílunum en fjórir voru í öðrum þeirra og ein kona í hinum sem var greinilega í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar virtist eitthvað rólegri að sögn Jóhönnu þar sem hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Minnst einn einstaklingur hafi verið með greinilega áverka. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íbúar á Seltjarnarnesi hafa orðið varir við ofsaakstur á Norðurströnd. vísir/vilhelm Vegfarendur komu fólkinu fljótlega til aðstoðar en þeirra á meðal var meðlimur björgunarsveitar. Að sögn lögreglu voru fimm fluttir á slysadeild eftir áreksturinn en eftir að lögregla kom á vettvang var tekin skýrsla af Jóhönnu og öðrum sjónarvottum. Íbúar á Seltjarnarnesi hafa reglulega orðið varir við að ökumenn stundi glæfraakstur og spyrnu á Norðurströnd þar sem langur vegkafli liggur án umferðarljósa og annarra hraðahindrana. Þá segist Jóhanna hafa heyrt um fleiri slys á þessum stað í tengslum við hraðakstur. Seltjarnarnes Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Við vorum að keyra þarna og það voru bílar alveg ofan í okkur sem tóku fram úr. Voru sennilega á hátt upp í hundrað kílómetra hraða og við sáum að þeir voru að taka fram úr hvor öðrum á þessum hraða,“ segir Jóhanna Steina Matthíasdóttir sem var að skutla vinkonu sinni þegar slysið átti sér stað á Norðurströnd laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Búið var að fjarlægja númeraplöturnar af báðum bílunum sem hurfu fljótlega úr augsýn, rétt áður en Jóhanna heyrði gríðarmikil læti. Hún sá fljótlega að um harkalegan árekstur var um að ræða og voru framhliðar bílanna til að mynda stórskemmdar. Ljóst var að annar tveggja ökumanna sem hafði tekið þátt í kappakstrinum og farið fram úr Jóhönnu skömmu áður hafði keyrt framan á bíl konu sem kom úr gagnstæðri átt. Hinn ungi ökumaðurinn keyrði á brott. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman í gærkvöldi. slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Sloppið vel miðað við aðstæður Helgi Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við fréttastofu fyrr í dag að í aðdraganda slyssins hafi tveir menn verið í einhvers konar kappakstri. „Þarna virðast tveir ökumenn hafa verið að leika sér að því að taka fram úr hvor öðrum,“ sagði Helgi. „Annar tekur sem sagt fram úr hinum og lendir framan á bíl sem kemur úr gagnstæðri átt. Hinn bíllinn keyrir í burtu og stingur af.“ Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang en að sögn Helga sluppu farþegar vel miðað við aðstæður og að mikið tjón hafi verið á bílum. Nokkuð um glæfraakstur á þessu svæði Jóhanna segir að fljótlega eftir áreksturinn hafi fólk byrjað að tínast út úr bílunum en fjórir voru í öðrum þeirra og ein kona í hinum sem var greinilega í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar virtist eitthvað rólegri að sögn Jóhönnu þar sem hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Minnst einn einstaklingur hafi verið með greinilega áverka. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íbúar á Seltjarnarnesi hafa orðið varir við ofsaakstur á Norðurströnd. vísir/vilhelm Vegfarendur komu fólkinu fljótlega til aðstoðar en þeirra á meðal var meðlimur björgunarsveitar. Að sögn lögreglu voru fimm fluttir á slysadeild eftir áreksturinn en eftir að lögregla kom á vettvang var tekin skýrsla af Jóhönnu og öðrum sjónarvottum. Íbúar á Seltjarnarnesi hafa reglulega orðið varir við að ökumenn stundi glæfraakstur og spyrnu á Norðurströnd þar sem langur vegkafli liggur án umferðarljósa og annarra hraðahindrana. Þá segist Jóhanna hafa heyrt um fleiri slys á þessum stað í tengslum við hraðakstur.
Seltjarnarnes Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47
Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57