Innlent

Lög­reglu­menn fagna nýjum reglum ráð­herra um vopna­notkun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglumenn fanga nýjum reglum um vopnaburð og -notkun lögreglu.
Lögreglumenn fanga nýjum reglum um vopnaburð og -notkun lögreglu. Vísir/Vilhelm

Stjórn og trúnaðarmannaráð Landssambands lögreglumanna fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra um útgáfu reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna.

Þetta kemur fram í ályktun sem birtist á vef LL í gær.

Í nýjum reglum ráðherra er kveðið á um heimild til handa lögreglu til að bera og nota rafbyssur.

Þar segir að sambandið hafið um langt árabil bent á nauðsyn þess að tryggja betur öryggi lögreglumanna í starfi og því sé það sérstakt fagnaðarefni að núverandi dómsmálaráðherra skuli sýna mikilvægum hagsmunamálum lögreglumanna þann skilning sem raun ber vitni.

„Lögreglumenn eru sú starfsstétt sem býr við flest vinnuslys auk þess sem algengt er að lögreglumaður sé einn á vettvangi og þurfi að takast á við krefjandi og ófyrirséðar aðstæður þar sem langt er í aðra aðstoð,“ segir í ályktuninni.

Það sé lögbundið hlutverk lögreglu að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglum, greiða götu borgaranna og aðstoða þá þegar hætta steðjar að, ásamt því að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins, segir í ályktunni.

„Er ákvörðun dómsmálaráðherra til þess fallin að skýra heimildir lögreglu og stuðla þar með að auknu starfsöryggi lögreglumanna og um leið auknu öryggi hins almenna borgara.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.