Lífið

Kolbrún Bergþórs snýr aftur á Moggann

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kolbrún Bergþórsdóttir
Kolbrún Bergþórsdóttir

Kolbrún Bergþórsdóttir, rithöfundur og bókagagnrýnandi, mun hefja störf á ný á Morgunblaðinu. Kolbrún var sagt upp á Fréttablaðinu síðasta sumar vegna skipulagsbreytinga og hagræðingar.

Smartland greinir frá vistaskiptunum. Kolbrún starfaði á Morgunblaðinu á árunum 2008-2014. Kolbrún var lengi ráðgjafi bókmenntaþætti Egils Helgasonar, Kiljunni. Nú veitir hún liðsauka á sunnudagsblaði Moggans. 

Hún hefur starfað við blaðamennsku í 25 ár en sagðist hafa skilið við Fréttablaðið í góðu síðasta sumar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×