Innlent

Losuðu hvalshræ úr tógi frá kræklingarækt

Samúel Karl Ólason skrifar
Vel gekk að losa hræið.
Vel gekk að losa hræið. Landhelgisgæslan

Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði í dag dauðan hval í Stakksfirði. Sá hafði flækst í botnföstum köðlum sem líklega er, eða var, hluti af kræklingarækt.

Hvalshræið var orðið uppblásið en Landhelgisgæslunni barst tilkynning um það í síðustu viku. Hræið gæti valdið hættu fyrir sjófarendur þar sem það var á miðri leið milli Njarðvíkur og Hafnarfjarðar. Siglingarleiðin milli þessara hafna liggur í gegnum þetta svæði, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Hluta svæðisins var á árum áður úthlutað til kræklingaeldis.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að fleiri dýr geti flækt sig í búnað frá kræklingaræktuninni.Landhelgisgæslan

Í áðurnefndri tilkynningu segir að vel hafi gengið að losa hræið en ljóst sé að á svæðinu sé búnaður, tóg og línur sem hvalir, selir og önnur dýr geti fest sig í. Þar að auki sé hætta á að skip og bátar fái tóg í skrúfuna. Útlit er fyrir að þessi kræklingarækt sé ekki lengur í notkun.

Hvalshræið var dregið á af út og sleppt á rek um fimmtán sjómílum norðvestur af Garðskaga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×