Kýrin Fata mjólkar mest allra kúa á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. janúar 2023 10:23 Fata og eigendur hennar, kúabændurnir í Gunnbjarnarholti, Arnar Bjarni og Berglind. Magnús Hlynur Hreiðarsson Afurðahæsta kýr landsins á nýliðnu ári er Fata á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Fata, sem er að verða átta ára og hefur eignast fimm kálfa, þar af tvær kvígur mjólkaði tæplega fimmtán þúsund lítra af mjólk á 11 mánaða tímabili. Í Gunnbjarnarholti er rekið myndarlegt kúabú með um 210 mjólkandi kúm og þar eru fjórir mjaltaþjónar. Flestar kýrnar mjólka mjög vel í fjósinu en engin eins og Fata, hún ber höfuð og herðar yfir allar kýrnar í Gunnbjarnarholti og allar kýr á Íslandi því hún mjólkaði 14.739 kg á síðasta ári, eða tæplega 15 þúsund lítra og er því afurðahæst yfir landið. „Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaklingar, sem skara fram úr en það má kannski segja að þetta sé ekki ólíkt því að reka landsliðið í handbolta, þjálfarinn þarf að standa sig og svo eru einhverjir einstaklingar, sem rísa upp og standa fram úr á hverjum tíma,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti. „Fata er einn af þeim gripum, sem maður veit aldrei af í fjósinu, maður veit varla að hún er til, hún bara skilar sínu og sér vel um sig og er ákveðin og hraust. Það eru þannig gripir, sem standa alltaf upp úr,“ bætir Arnar Bjarni við. Arnar Bjarni segir að Fata hafi á tveggja og hálfs mánaðar tímabili mjólkað um 50 lítra á dag en í dag sé hún að mjólka um 30 lítra á dag. Fata verður 8 ára í vor og hefur átt fimm kálfa, þrjú naut og tvær kvígur. Hún er afurðahæsta kýr landsins árið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju heitir Fata Fata? „Ég veit það eiginlega ekki, þetta er bara eitthvað nafnorð, sem ég valdi á hana“, segir Berglind Bjarnadóttir, kúabóndi í Gunnbjarnarholti og hlær. „Hún er að verða átta ár í vor og hefur borðið fimm sinnum og er bara mjög farsæll gripur en hún ber ekki aftur, hún lét um daginn og hún festir ekki fang held ég,“ segir Berglind enn fremur. En hvernig er að eiga svona grip? „Það er bara fínt, það mættu bara vera fleiri svona en hún mætti reyndar vera stærri en hún er mjög farsæl,“ segir Berglind. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sjá meira
Í Gunnbjarnarholti er rekið myndarlegt kúabú með um 210 mjólkandi kúm og þar eru fjórir mjaltaþjónar. Flestar kýrnar mjólka mjög vel í fjósinu en engin eins og Fata, hún ber höfuð og herðar yfir allar kýrnar í Gunnbjarnarholti og allar kýr á Íslandi því hún mjólkaði 14.739 kg á síðasta ári, eða tæplega 15 þúsund lítra og er því afurðahæst yfir landið. „Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaklingar, sem skara fram úr en það má kannski segja að þetta sé ekki ólíkt því að reka landsliðið í handbolta, þjálfarinn þarf að standa sig og svo eru einhverjir einstaklingar, sem rísa upp og standa fram úr á hverjum tíma,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti. „Fata er einn af þeim gripum, sem maður veit aldrei af í fjósinu, maður veit varla að hún er til, hún bara skilar sínu og sér vel um sig og er ákveðin og hraust. Það eru þannig gripir, sem standa alltaf upp úr,“ bætir Arnar Bjarni við. Arnar Bjarni segir að Fata hafi á tveggja og hálfs mánaðar tímabili mjólkað um 50 lítra á dag en í dag sé hún að mjólka um 30 lítra á dag. Fata verður 8 ára í vor og hefur átt fimm kálfa, þrjú naut og tvær kvígur. Hún er afurðahæsta kýr landsins árið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju heitir Fata Fata? „Ég veit það eiginlega ekki, þetta er bara eitthvað nafnorð, sem ég valdi á hana“, segir Berglind Bjarnadóttir, kúabóndi í Gunnbjarnarholti og hlær. „Hún er að verða átta ár í vor og hefur borðið fimm sinnum og er bara mjög farsæll gripur en hún ber ekki aftur, hún lét um daginn og hún festir ekki fang held ég,“ segir Berglind enn fremur. En hvernig er að eiga svona grip? „Það er bara fínt, það mættu bara vera fleiri svona en hún mætti reyndar vera stærri en hún er mjög farsæl,“ segir Berglind.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sjá meira