Armstrong er í hópi fimm sem tilnefndar eru sem „versta leikkonan“ vegna frammistöðu sinnar í hryllingsmyndinni Firestarter. Um er að ræða endurgerð á kvikmynd frá árinu 1984 sem skartaði Drew Barrymore í aðalhlutverki og byggði á sögu Stephen King.
Skipuleggjendur Razzie-verðlaunanna lýsa verðlaununum sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Verðlaunin verða afhent 11. mars, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni.
In light of feedback (which we ve come to agree with) the @RazzieAwards will not be including Ryan Kiera Armstrong on the final voting ballot. @DevonESawa
— The Razzie® Awards (@RazzieAwards) January 25, 2023
Margir gagnrýndu forsvarsmenn Razzie-verðlaunanna harðlega vegna tilnefningarinnar. „Ef þú hélt að Razzie-verðlaunin myndu ákveða að vera ekki eins illgjörn að þessu sinni þá skaltu hugsa þig aftur um, þar sem í hópi tilnefndra í ár er Ryan Kiera Armstrong fyrir Firestarter, sem er tólf ára gömul,“ segir í grein Variety.
Ritstjóri menningardeildar Independent segir að tilnefningin ýti undir að réttast sé að leggja af verðlaunahátíðina.
Aðrar leikkonur sem tilnefndar voru í flokknum í ár voru Bryce Dallas Howard fyrir Jurassic Park: Dominion, Diane Keaton fyrir Mack & Rita, Kaya Scodelario fyrir The King’s Daughter og Alicia Silverstone fyrir The Requin.
Hin tólf ára Armstrong hefur leikið í átta kvikmyndum á ferlinum og þremur sjónvarpsþáttaröðum, meðal annars American Horror Story.