Fengu loksins vistir í fyrsta sinn síðan 15. desember: „Forréttindi að fá að búa á svona stað“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. janúar 2023 10:55 Bændurnir á Dalatanga, Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir og Marzibil Erlendsdóttir. Stöð 2/Einar Árnason Mæðgur sem búa á austasta býli landsins fengu loksins sendar til sín vistir á mánudag. Þær höfðu ekki fengið sendingu til sín síðan 15. desember síðastliðinn. Á Dalatanga á nesinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar búa mæðgurnar Marzibil Erlendsdóttir og Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir. Þegar fréttastofa náði tali af Marzibil mátti heyra brosið í gegnum símann, hún og dóttir hennar eru að eigin sögn öllu vanar. Þær eru nú nýbúnar að fá vistir, í fyrsta sinn síðan um miðjan desember. Áður en þær skiluðu sér höfðu þær þó ekki miklar áhyggjur en það var augljóst að það sem þær söknuðu mest var mjólkurvaran. „Það er orðið dálítið einhæft, það er náttúrulega engin mjólk til, enginn rjómi til, engin mjólkurvara til af því við erum hættar með beljur. Þegar við vorum með kusu hérna þá var þetta ekkert vandamál. Engir ávextir eða neitt svoleiðis og það er svona að minnka hitt og þetta en við lifum það alveg af. Við erum með nóg af mat,“ segir Marzibil. Ásamt Marzibil og dóttur hennar í Dalatanga er nítján ára ská-ömmubarn Marzibilar. Hún segist í raun hafa misreiknað aðeins hversu miklu hafi þurft að reikna með fyrir auka manneskju á bænum, hvað þá nítján ára dreng. Hún segir hann þó una sér vel en hann býr vanalega í Kaliforníu og vildi fá að upplifa sveitina. Andstyggilegt veður síðan um miðjan desember Hvernig er að vera svona innlyksa, er þetta eitthvað sem gerist hvern einasta vetur? „Þetta hefur nú ekki verið svona harkalegt lengi eins og er núna. Þetta er óvenju mikil harka í veðrinu. Búið að vera núna alveg síðan í nóvember, þá byrjaði öll þessi rigning og um leið og hún hætti byrjaði að snjóa í desember og eftir miðjan desember þá var bara orðið ófært,“ segir Marzibil og bætir því við að veðrið sé oft búið að vera mjög andstyggilegt síðan. Hér má sjá glitta í býlið og vitann sem mæðgurnar sjá um. Aðsent Hvernig er tilfinningin að þurfa að sitja svona fastur og geta ekki komist neitt? „Við erum bara svo vanar því, ég er búin að búa hér svo lengi að ég kippi mér ekkert upp við þetta,“ segir Marzibil. Hún segir þetta snúast um vana og val en mæðgurnar gætu flutt í burtu ef þær vildu það. „Ég segi að þetta séu bara forréttindi að fá að búa á svona stað. Þú færð ekki allt upp í hendurnar, þú þarft að vinna aðeins fyrir því sem þú ert að fá. Manni fer að hlakka til að fá eitthvað, mér finnst þetta orðið svo sjálfsagt hjá fólki að það fái allt upp í hendurnar, það er ekkert til þess að hafa gaman af. Nú höfum við eitthvað til að hlakka til,“ segir Marzibil og hlær. Mæðgurnar hringja almennt á Norðfjörð, panta sér vistir og fá þær sendar með ferju. Komið er með vistirnar í land á gúmmíbát, en engin bryggja er á svæðinu. „Við vorum rosa duglegar að birgja okkur upp í haust. Við náttúrulega fórum á Egilsstaði, keyptum alveg helling og frystum mjólk og svona en ég bara frysti ekki alveg nógu mikið af mjólkinni,“ segir Marzibil og játar að mjólkin hafi verið treinuð síðustu dagana. Hér má sjá gúmmíbát fullan af vistum komast á áfangastað. Facebook/Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir „Ekki eins og maður sé „Palli var einn í heiminum““ Aðspurð hvort jólahald hafi farið fram með eðlilegum hætti þrátt fyrir veður segir hún að þær mæðgur hafi verið búnar að redda jólunum áður en veðrið varð vandamál. Þær hafi aftur á móti ekki getað haldið gamlárskvöld eins og vanalega en þær hafi ekki komist í neina flugelda. Marzibil og dóttir hennar hafa þó nóg að gera. Til dæmis er veður tekið í Dalatanga á þriggja tíma fresti og þar að auki þjálfar Marzibil Border Collie smalahunda. Marzibil segir mikla byltingu hafa orðið þegar það kom ljósleiðari á svæðið. Það sé mikið dekur að geta verið í svo miklu sambandi. „Það er allt hérna, það er ekki eins og maður sé „Palli var einn í heiminum“. Þú getur talað við alla í tölvunni eins og þú vilt. Þetta eru orðin svo mikil flottheit að amma, það hefði örugglega liðið yfir hana ef hún hefði vitað að þetta væri orðið svona mikið fínerí,“ segir Marzibil hlæjandi. Myndböndin sem sjá má hér ofar í fréttinni eru úr þáttunum „Um land allt“ í umsjón Kristjáns Más Unnarssonar. Veður Fjarðabyggð Byggðamál Samgöngur Landbúnaður Tengdar fréttir Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05 Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. 27. febrúar 2022 05:05 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Á Dalatanga á nesinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar búa mæðgurnar Marzibil Erlendsdóttir og Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir. Þegar fréttastofa náði tali af Marzibil mátti heyra brosið í gegnum símann, hún og dóttir hennar eru að eigin sögn öllu vanar. Þær eru nú nýbúnar að fá vistir, í fyrsta sinn síðan um miðjan desember. Áður en þær skiluðu sér höfðu þær þó ekki miklar áhyggjur en það var augljóst að það sem þær söknuðu mest var mjólkurvaran. „Það er orðið dálítið einhæft, það er náttúrulega engin mjólk til, enginn rjómi til, engin mjólkurvara til af því við erum hættar með beljur. Þegar við vorum með kusu hérna þá var þetta ekkert vandamál. Engir ávextir eða neitt svoleiðis og það er svona að minnka hitt og þetta en við lifum það alveg af. Við erum með nóg af mat,“ segir Marzibil. Ásamt Marzibil og dóttur hennar í Dalatanga er nítján ára ská-ömmubarn Marzibilar. Hún segist í raun hafa misreiknað aðeins hversu miklu hafi þurft að reikna með fyrir auka manneskju á bænum, hvað þá nítján ára dreng. Hún segir hann þó una sér vel en hann býr vanalega í Kaliforníu og vildi fá að upplifa sveitina. Andstyggilegt veður síðan um miðjan desember Hvernig er að vera svona innlyksa, er þetta eitthvað sem gerist hvern einasta vetur? „Þetta hefur nú ekki verið svona harkalegt lengi eins og er núna. Þetta er óvenju mikil harka í veðrinu. Búið að vera núna alveg síðan í nóvember, þá byrjaði öll þessi rigning og um leið og hún hætti byrjaði að snjóa í desember og eftir miðjan desember þá var bara orðið ófært,“ segir Marzibil og bætir því við að veðrið sé oft búið að vera mjög andstyggilegt síðan. Hér má sjá glitta í býlið og vitann sem mæðgurnar sjá um. Aðsent Hvernig er tilfinningin að þurfa að sitja svona fastur og geta ekki komist neitt? „Við erum bara svo vanar því, ég er búin að búa hér svo lengi að ég kippi mér ekkert upp við þetta,“ segir Marzibil. Hún segir þetta snúast um vana og val en mæðgurnar gætu flutt í burtu ef þær vildu það. „Ég segi að þetta séu bara forréttindi að fá að búa á svona stað. Þú færð ekki allt upp í hendurnar, þú þarft að vinna aðeins fyrir því sem þú ert að fá. Manni fer að hlakka til að fá eitthvað, mér finnst þetta orðið svo sjálfsagt hjá fólki að það fái allt upp í hendurnar, það er ekkert til þess að hafa gaman af. Nú höfum við eitthvað til að hlakka til,“ segir Marzibil og hlær. Mæðgurnar hringja almennt á Norðfjörð, panta sér vistir og fá þær sendar með ferju. Komið er með vistirnar í land á gúmmíbát, en engin bryggja er á svæðinu. „Við vorum rosa duglegar að birgja okkur upp í haust. Við náttúrulega fórum á Egilsstaði, keyptum alveg helling og frystum mjólk og svona en ég bara frysti ekki alveg nógu mikið af mjólkinni,“ segir Marzibil og játar að mjólkin hafi verið treinuð síðustu dagana. Hér má sjá gúmmíbát fullan af vistum komast á áfangastað. Facebook/Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir „Ekki eins og maður sé „Palli var einn í heiminum““ Aðspurð hvort jólahald hafi farið fram með eðlilegum hætti þrátt fyrir veður segir hún að þær mæðgur hafi verið búnar að redda jólunum áður en veðrið varð vandamál. Þær hafi aftur á móti ekki getað haldið gamlárskvöld eins og vanalega en þær hafi ekki komist í neina flugelda. Marzibil og dóttir hennar hafa þó nóg að gera. Til dæmis er veður tekið í Dalatanga á þriggja tíma fresti og þar að auki þjálfar Marzibil Border Collie smalahunda. Marzibil segir mikla byltingu hafa orðið þegar það kom ljósleiðari á svæðið. Það sé mikið dekur að geta verið í svo miklu sambandi. „Það er allt hérna, það er ekki eins og maður sé „Palli var einn í heiminum“. Þú getur talað við alla í tölvunni eins og þú vilt. Þetta eru orðin svo mikil flottheit að amma, það hefði örugglega liðið yfir hana ef hún hefði vitað að þetta væri orðið svona mikið fínerí,“ segir Marzibil hlæjandi. Myndböndin sem sjá má hér ofar í fréttinni eru úr þáttunum „Um land allt“ í umsjón Kristjáns Más Unnarssonar.
Veður Fjarðabyggð Byggðamál Samgöngur Landbúnaður Tengdar fréttir Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05 Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. 27. febrúar 2022 05:05 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05
Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. 27. febrúar 2022 05:05