Fótbolti

Viður­kennir að leik­menn hafi svindlað á Co­vid-prófum á Afríku­mótinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Einhverjir leikmenn Kómoreyja höfðu greinst með kórónuveiruna fyrir leik liðsins gegn Gana.
Einhverjir leikmenn Kómoreyja höfðu greinst með kórónuveiruna fyrir leik liðsins gegn Gana. MB Media/Getty Images

Said All Said Athouman, forseti knattspyrnusambands Kómoreyja, viðurkennir að leikmenn hafi svindlað á kórónuveiruprófum fyrir leik liðsins gegn Gana á Afríkumótinu í fótbolta sem haldið var í Kamerún fyrir tveimur árum.

Athouman segir að nokkrir leikmenn Kómoreyja hafi spilað leikinn gegn Gana þrátt fyrir að hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Þeir leikmenn hafi tekið prófin aftur þar til neikvæð niðurstaða fékkst.

Kómoreyjar unnu 3-2 sigur gegn Gana í leiknum, en með sigrinum tryggði liðið sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins á kostnað Ganverja. Þetta var í fyrsta skipti sem Kómoreyjar unnu sér inn þátttökurétt á lokamóti Afríkumótsins og því var sigur þeirra gegn Gana heldur óvæntur.

Kórónuveiran náði þó að bíta leikmenn Kómoreyja í rassinn því liðið var án ellefu leikmanna sem höfðu greinst með veiruna í 2-1 tapi sínu gegn gestgjöfunum í Kamerún í 16-liða úrslitum. Þá greindist þjálfari Kómoreyja einnig með veiruna og liðið þurfti að leika með útileikmann í marki. Althouman segir að einhverjir af þeim sem misstu af leiknum gegn Kamerún hafi verið smitaðir er liðið vann sigurinn frækna gegn Gana.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.