Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Samtök atvinnulífsins útiloka ekki að láta reyna á lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða Eflingar fyrir Félagsdómi. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút.Heimir Már Pétursson fylgdist með kjaramálum í dag og fer yfir þau í kvöldfréttum auk þess sem hann ræðir við forstjóra Íslandshótela – sem telur starfsfólk sitt ekki hafa áhuga á verkfalli.

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá dómsmálaráðherra um breytingar á reglum um rafbyssur. Forsætisráðherra telur mikilvægt að samfélagsleg umræða um málið fari fram, þrátt fyrir að nýjar reglur hafi nú þegar tekið gildi og lögreglu sé orðið heimilt að nota vopnin. Við fjöllum um málið og spyrjum fulltrúa ríkislögreglustjóra nánar út í það í beinni útsendingu.

Þá heyrum við í manni sem varð fyrir því óhappi að stór klaki féll af akstursbrú og ofan á bíl hans. Við hittum Söru Gunnarsdóttur sem var í dag tilnefnd til Óskarsverðlauna.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×