Táknrænt að veðrið og samgönguvandi séu eins og fyrir fimmtíu árum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. janúar 2023 12:43 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/JóiK Eyjamenn minnast þess í dag að hálf öld er liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir óveður gærdagsins svipa til veðursins sem var þann 22. janúar árið 1973, með tilheyrandi samgönguvanda sem sé nokkuð táknrænt. Eldgosið á Heimaey telst með stærstu viðburðum Íslandssögunnar, en yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar árið 1973. Í dag fimmtíu árum síðar verður lágstemmd minningardagskrá í Eyjum. „Það byrjaði í nótt með upplestri hjá 10. bekk í Eldheimum á gostengdum textum. Svo núna er minningarfundur bæjarstjórnar í hádeginu. Svo er minningarstund fyrir utan Landakirkju klukkan 18:45 og að henni lokinni verður gengið með kyndla upp í Eldheima þar sem verður athöfn. Forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar verða með ávörp. Svo verða tónlistartengd atriði þar,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fjölmargir Eyjamenn komu á land fyrir helgi til að sækja tónleika sem haldnir voru í Hörpu á laugardaginn vegna tímamótana. Vegna veðurins komust þeir ekki heim með Herjólfi í gær sem Íris segir táknrænt. „Þetta er eiginlega sama dramatíkin og var fyrir fimmtíu árum. Veðrið í gær var mjög svipað því og það var 22. janúar 1973. Og veðrið í dag er líka svipað og það var því nú er bara blíða. Samgöngurnar ganga, það er siglt í Landeyjahöfn og fólk kemst heim.“ Íris segist óendanlega þakklát þeim sem tóku ákvarðanir fyrir fimmtíu árum síðan. „Ég vil þakka þeim sem tóku ákvarðanir á þessum tíma og komu að því að byggja upp okkar yndislegu eyju. Annars værum við ekki hér í dag. Ég er þakklátur bæjarstjóri Vestmannaeyja í dag fyrir alla þá sem gerðu þetta kleift.“ Íris ræddi tímamótin enn fremur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Tímamót Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Eldgosið á Heimaey telst með stærstu viðburðum Íslandssögunnar, en yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar árið 1973. Í dag fimmtíu árum síðar verður lágstemmd minningardagskrá í Eyjum. „Það byrjaði í nótt með upplestri hjá 10. bekk í Eldheimum á gostengdum textum. Svo núna er minningarfundur bæjarstjórnar í hádeginu. Svo er minningarstund fyrir utan Landakirkju klukkan 18:45 og að henni lokinni verður gengið með kyndla upp í Eldheima þar sem verður athöfn. Forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar verða með ávörp. Svo verða tónlistartengd atriði þar,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fjölmargir Eyjamenn komu á land fyrir helgi til að sækja tónleika sem haldnir voru í Hörpu á laugardaginn vegna tímamótana. Vegna veðurins komust þeir ekki heim með Herjólfi í gær sem Íris segir táknrænt. „Þetta er eiginlega sama dramatíkin og var fyrir fimmtíu árum. Veðrið í gær var mjög svipað því og það var 22. janúar 1973. Og veðrið í dag er líka svipað og það var því nú er bara blíða. Samgöngurnar ganga, það er siglt í Landeyjahöfn og fólk kemst heim.“ Íris segist óendanlega þakklát þeim sem tóku ákvarðanir fyrir fimmtíu árum síðan. „Ég vil þakka þeim sem tóku ákvarðanir á þessum tíma og komu að því að byggja upp okkar yndislegu eyju. Annars værum við ekki hér í dag. Ég er þakklátur bæjarstjóri Vestmannaeyja í dag fyrir alla þá sem gerðu þetta kleift.“ Íris ræddi tímamótin enn fremur í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Tímamót Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira