Frýs aftur í kvöld og él á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2023 08:04 Frostið á næstu dögum verður ekki jafn mikið og það hefur verið undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Kólna mun aftur á landinu öllu í dag og í kvöld mun frjósa aftur eftir mikla úrkomu undanfarna daga. Á morgun er svo von á vestan stormi með dimmum éljum. Í næstu viku er þó útlit fyrir umhleypingasamt veður, rauðar hitatölur og áframhaldandi rigningu um mestallt land. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjustu hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að dregið hafi verulega úr úrkomu í nótt en samt verði áfram einhver væta af til sunnan- og vestanlands í dag. Aðeins sé farið að kólna vestantil en fyrir austan séu enn hlýindi með stífri sunnanátt. Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á sunnudag: Suðvestan 8-15 m/s, en vestlægari 13-20 m/s síðdegis. Dregur úr vindi um kvöldið. Víða él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust með suðurströndinni. Á mánudag: Breytileg átt, 3-8 og bjart með köflum. Frost 3 til 10 stig. Á þriðjudag: Snýst í suðvestan 8-15 m/s með rigningu eða slyddu, en styttir upp fyrir austan síðdegis. Hlýnandi, hiti 0 til 6 stig síðdegis. Snýst í vestan og norðvestanátt með éljum um kvöldið. Á miðvikudag: Suðvestan og sunnan gola og víða bjart, en þykknar smám saman upp með slyddu eða rigningu seinnipartinn sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig, en hlýnandi seinnipartinn. Á fimmtudag: Gengur í stífa suðlæga átt og rigningu en úrkomuminna norðaustantil. Milt í veðri. Á föstudag: Útlit fyrir stífa vestanátt með éljum og kólnandi veður. Veður Tengdar fréttir Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld. 20. janúar 2023 21:30 „Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12 Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Miðhálendinu. Þá eru í gildi viðvaranir vegna hættu á flóðum, snjóflóðum og krapaflóðum. 20. janúar 2023 06:10 Segir kuldatíðinni lokið, umskiptin snörp og hvetur fólk til að fara varlega Mikil hláka er væntanleg í fyrramálið og hafa Veðurstofan, Almannavarnir og Vegagerðin varað við færð, flóðum, hálku og stormi. 19. janúar 2023 20:38 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Í næstu viku er þó útlit fyrir umhleypingasamt veður, rauðar hitatölur og áframhaldandi rigningu um mestallt land. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjustu hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að dregið hafi verulega úr úrkomu í nótt en samt verði áfram einhver væta af til sunnan- og vestanlands í dag. Aðeins sé farið að kólna vestantil en fyrir austan séu enn hlýindi með stífri sunnanátt. Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á sunnudag: Suðvestan 8-15 m/s, en vestlægari 13-20 m/s síðdegis. Dregur úr vindi um kvöldið. Víða él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust með suðurströndinni. Á mánudag: Breytileg átt, 3-8 og bjart með köflum. Frost 3 til 10 stig. Á þriðjudag: Snýst í suðvestan 8-15 m/s með rigningu eða slyddu, en styttir upp fyrir austan síðdegis. Hlýnandi, hiti 0 til 6 stig síðdegis. Snýst í vestan og norðvestanátt með éljum um kvöldið. Á miðvikudag: Suðvestan og sunnan gola og víða bjart, en þykknar smám saman upp með slyddu eða rigningu seinnipartinn sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig, en hlýnandi seinnipartinn. Á fimmtudag: Gengur í stífa suðlæga átt og rigningu en úrkomuminna norðaustantil. Milt í veðri. Á föstudag: Útlit fyrir stífa vestanátt með éljum og kólnandi veður.
Veður Tengdar fréttir Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld. 20. janúar 2023 21:30 „Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12 Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Miðhálendinu. Þá eru í gildi viðvaranir vegna hættu á flóðum, snjóflóðum og krapaflóðum. 20. janúar 2023 06:10 Segir kuldatíðinni lokið, umskiptin snörp og hvetur fólk til að fara varlega Mikil hláka er væntanleg í fyrramálið og hafa Veðurstofan, Almannavarnir og Vegagerðin varað við færð, flóðum, hálku og stormi. 19. janúar 2023 20:38 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld. 20. janúar 2023 21:30
„Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12
Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Miðhálendinu. Þá eru í gildi viðvaranir vegna hættu á flóðum, snjóflóðum og krapaflóðum. 20. janúar 2023 06:10
Segir kuldatíðinni lokið, umskiptin snörp og hvetur fólk til að fara varlega Mikil hláka er væntanleg í fyrramálið og hafa Veðurstofan, Almannavarnir og Vegagerðin varað við færð, flóðum, hálku og stormi. 19. janúar 2023 20:38