Aukaleikarar fengu óvænt greitt með Bónuskorti Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2023 21:38 Hér má sjá Halldóru Eyfjörð og auglýsinguna sem hún deildi í Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi. Aðsend Aukaleikarar sem unnu við tökur á Áramótaskaupinu fengu greitt með inneign í Bónus. Þeir aukaleikarar sem tóku fyrstir þátt töldu sig munu fá greitt fyrir þátttökuna miðað við auglýsingu á Facebook. Miklar umræður eiga sér nú stað á Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi eftir að Halldóra Eyfjörð Skúladóttir, umsjónarmaður hópsins, vakti máls á því að aukaleikarar í Áramótaskaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Í samtali við Vísi segir Halldóra að hún hafi ekki komið að leikaravali fyrir Skaupið að þessu sinni, en hún hefur áralanga reynslu af slíkum verkefnum, en að hún hafi sett inn auglýsingu frá Doorway casting, sem sá um val aukaleikara, inn í hópinn. Félagi hennar reki nefnilega Doorway casting. „Ég á bara ekki til orð“ Halldóra segir að hún hafi svo ekki meira hugsað um leikaraval fyrir Skaupið fyrr en hún hafi heyrt af því að fólk, sem séð hafði auglýsinguna í hópnum, hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína með hefðbundnum hætti heldur með inneignarkortum í Bónus. „Ég á bara ekki til orð,“ segir Halldóra um fyrirkomulagið. Hún segir þó þekkt að illa sé greitt fyrir leik í Áramótaskaupinu en að fólk taki samt sem áður þátt, aðallega til þess að hafa gaman og leika í nokkrum atriðum. „Þetta hefur oft verið slæmt í kringum aukaleikara en þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Halldóra. Misskilningur sem var leiðréttur fljótlega Vigfús Þormar Gunnarsson, eigandi Doorway casting, staðfestir í samtali við Vísi að aukaleikarar í Skaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að greiða aukaleikurum með hefðbundnum hætti en að framleiðslufyrirtækið S800 hafi ákveðið að breyta því. Hins vegar hafi framleiðendur ekki látið vita af breytingunni fyrr en eftir að auglýst hafði verið að aukaleikurum yrði greitt með peningum. Þá hafi það ekki heldur verið gert áður en einhverjir aukaleikarar hafi þegar lokið vinnu á fyrsta tökudegi. Vigfús Þormar segir að um leið og breytingin hafi legið fyrir hafi auglýsingu verið breytt í samræmi við hana. Þrátt fyrir það hafi færri komist að en vildu leika í Skaupinu fyrir inneign í Bónus. Inntur eftir viðbrögðum við framangreindu vildi Sigurjón Kjartansson, einn eigenda S800, ekki tjá sig um málið. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Kjaramál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Miklar umræður eiga sér nú stað á Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi eftir að Halldóra Eyfjörð Skúladóttir, umsjónarmaður hópsins, vakti máls á því að aukaleikarar í Áramótaskaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Í samtali við Vísi segir Halldóra að hún hafi ekki komið að leikaravali fyrir Skaupið að þessu sinni, en hún hefur áralanga reynslu af slíkum verkefnum, en að hún hafi sett inn auglýsingu frá Doorway casting, sem sá um val aukaleikara, inn í hópinn. Félagi hennar reki nefnilega Doorway casting. „Ég á bara ekki til orð“ Halldóra segir að hún hafi svo ekki meira hugsað um leikaraval fyrir Skaupið fyrr en hún hafi heyrt af því að fólk, sem séð hafði auglýsinguna í hópnum, hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína með hefðbundnum hætti heldur með inneignarkortum í Bónus. „Ég á bara ekki til orð,“ segir Halldóra um fyrirkomulagið. Hún segir þó þekkt að illa sé greitt fyrir leik í Áramótaskaupinu en að fólk taki samt sem áður þátt, aðallega til þess að hafa gaman og leika í nokkrum atriðum. „Þetta hefur oft verið slæmt í kringum aukaleikara en þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Halldóra. Misskilningur sem var leiðréttur fljótlega Vigfús Þormar Gunnarsson, eigandi Doorway casting, staðfestir í samtali við Vísi að aukaleikarar í Skaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að greiða aukaleikurum með hefðbundnum hætti en að framleiðslufyrirtækið S800 hafi ákveðið að breyta því. Hins vegar hafi framleiðendur ekki látið vita af breytingunni fyrr en eftir að auglýst hafði verið að aukaleikurum yrði greitt með peningum. Þá hafi það ekki heldur verið gert áður en einhverjir aukaleikarar hafi þegar lokið vinnu á fyrsta tökudegi. Vigfús Þormar segir að um leið og breytingin hafi legið fyrir hafi auglýsingu verið breytt í samræmi við hana. Þrátt fyrir það hafi færri komist að en vildu leika í Skaupinu fyrir inneign í Bónus. Inntur eftir viðbrögðum við framangreindu vildi Sigurjón Kjartansson, einn eigenda S800, ekki tjá sig um málið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Kjaramál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52
„Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11