Innlent

Lak inn í íbúð við Kola­götu

Atli Ísleifsson skrifar
Kolagata liggur frá Lækjargötu og að Steinbryggjunni við Kolaportið. Myndin er úr safni.
Kolagata liggur frá Lækjargötu og að Steinbryggjunni við Kolaportið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynnt var um leka í íbúð við Kolagötu í miðborg Reykjavíkur í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var um tveggja sentimetra lag af vatni í íbúðinni og þykir líklegt að lekið hafi inn frá þaki þar sem niðurföll séu mörg ekki virk vegna snjóalaga og kuldatíð síðustu vikna.

Slökkvilið er nú að störfum við að dæla vatn úr íbúðinni.

Reikna má með að nóg verði að gera hjá slökkviliði í dag vegna asahláku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×