Innlent

Bændur beðnir að huga að gripum sínum vegna flóðahættu

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Bændur eruð beðnir um að huga að gripum sínum vegna hættu á flóði í leysingum á morgun.
Bændur eruð beðnir um að huga að gripum sínum vegna hættu á flóði í leysingum á morgun. Vísir/Vilhelm

Matvælastofnun biðlar til bænda að huga að útigangsgripum sínum á morgun vegna mikilla leysinga sem spáð hefur verið. Veðurstofan spáir hlýnandi veðri með mikilli úrkomu á nánast öllu landinu. 

Mast sem hefur það verkefni m.a. að hafa eftirlit með heilbrigði og velferð dýra hefur sett fram viðvörun á vef sínum í dag vegna fyrirliggjandi veðurspár. 

Í frétt á vef Mast kemur fram að Almannavarnir hafi gefið út viðvörun vegna mögulegrar hláku á morgun, , en flestar ár séu ísi lagðar.  Sterkar líkur séu á að lægð gangi yfir landið með nokkrum hlýindum og mikilli úrkomu.

MAST varar við að í aðstæðum sem þessum hafi orðið umtalsverð flóð og gripir orðið innlyksa. Hafi búfjáreigendur á þessum svæðum ekki komið þeim fyrir í landi sem liggja hærra hefur reynst erfitt að koma þeim til hjálpar. Því eru eigendur útigangsgripa þar sem líkur geta verið á flóðum beðnir um að huga að því hvort efni séu til að koma þeim á hærra land fari svo að ár ryðji sig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×