Lífið

Hönnunar­para­dís Nadiu: „Lazy­boy færi aldrei inn á þetta heimili“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Í nýjasta þætti af heimsókn leit Sindri Sindrason inn á stórglæsilegt heimili Nadiu Katrínar.
Í nýjasta þætti af heimsókn leit Sindri Sindrason inn á stórglæsilegt heimili Nadiu Katrínar. stöð 2

Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason heim til Nadiu Katrínar Banine, fasteignasala og innanhússhönnuðar. Nadia býr í sannkallaðri hönnunarparadís í Kópavoginum, ásamt eiginmanni sínum og dætrum.

Nadia og Gunnar Sturluson, eiginmaður hennar, keyptu húsið fokhelt fyrir um sex árum síðan. Húsið er hannað af Orra Árnasyni hjá Zeppelin Arkitektum sem býr einmitt sjálfur hinum megin í húsinu. Húsið er í raun parhús en er byggt eins og einbýli.

Húsið er parhús en er í raun byggt eins og einbýlishús.Stöð 2

Húsgögn þeirra pössuðu saman þegar þau kynntust

Nadia og Gunnar hafa eytt síðustu árum í það að gera þetta glæsilega hús að sínu.

„Við erum svolítið samstíga í þessu hjónin, að halda upp á klassíska skandinavíska hönnun. Þetta var eiginlega svolítið skemmtilegt þegar við byrjuðum að vera saman hvernig húsgögnin okkar pössuðu bara,“ segir Nadia.

Sjónsteypa á veggjum setur skemmtilegan svip á húsið. Þá gera gólfsíðir gluggar það að verkum að heimilið er einstaklega bjart.

Klassísk skandinavísk hönnun í fyrirrúmi.stöð 2

Baðkar inni í miðju hjónaherbergi

Í húsinu er glæsileg hjónasvíta með frístandandi baðkari á miðju gólfinu. Baðkarið var eitt af því efsta á óskalista Nadiu þegar þau keyptu húsið.

Hún er mikil smekkkona og á nokkuð erfitt með að gera upp á milli útlits og þæginda þegar kemur að heimilinu. 

„Það náttúrlega hljómar hræðilega. Auðvitað skiptir þetta jafn miklu máli, en eins og til dæmis Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili. Mér er alveg sama hvernig hann lítur út. Við skulum hafa það bara alveg á hreinu.“

Klippa: Hönnunarparadís Nadiu: Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili

Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.