Innlent

Elsti Ís­lendingurinn er 105 ára

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Konur eru í meirihluta þeirra sem hafa náð 100 ára aldri eða alls 32. Á meðan eru 15 karlar sem eru 100 ára og eldri.
Konur eru í meirihluta þeirra sem hafa náð 100 ára aldri eða alls 32. Á meðan eru 15 karlar sem eru 100 ára og eldri.

Í dag eru 47 einstaklingar á Íslandi 100 ára og eldri. Þrír af þessum 47 einstaklingum eiga maka á lífi. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Þjóðskrár yfir elstu íbúa landsins.

Af þeim sem eru eldri en 101 árs og eldri eru alls sautján konur en aðeins tveir karlar.

Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1917 og er hún því 105 ára.  Um er að ræða Þórhildi Magnúsdóttur sem búsett er á Suðurlandi en Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við hana í desember síðastliðnum í tilefni af stórafmælinu.

Þegar horft er á landshluta má sjá að flestir einstaklingar 100 ára og eldri eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða 33 talsins. Annars dreifist þetta nokkuð jafnt eftir landshlutum en næstflestir búa á Suðunesjum.

Konur eru í meirihluta þeirra sem hafa náð 100 ára aldri eða alls 32. Á meðan eru fimmtán karlar sem eru 100 ára og eldri.

Einn Íslendingur hefur náð 109 ára aldri

Fram kom í frétt Vísis í morgun að fjórir einstaklingar á Norðurlöndum tilheyra hópnum „íturöldungar“ en það eru einstaklingar sem eru eldri en 110 ára gamlir. Íslendingur hefur aldrei náð þessu marki.

Langlífasti Íslendingurinn til þessa er Dóra Ólafsdóttir sem varð 109 ára og 160 daga gömul. Dóra lést í febrúar 2022. Fyrra met í langlífi átti Jensína Andrésdóttir sem varð 109 ára og 159 daga.

Á Læknadögum í gær var fjallað um langlífi frá hinum ýmsu sjónarhornum. Fyrirlesarar, allir sérfræðingar á sínu sviði, voru sammála um tvennt; að margt spilaði inni í og að eilíft líf væri líklega handan seilingar.

Hér má finna samantekt Þjóðskrár.


Tengdar fréttir

Eilíft líf líklega handan seilingar

Tæplega 300 núlifandi einstaklingar eru eldri en 110 ára gamlir, svokallaðir „íturöldungar“. Sá elsti er 118 ára og sá næst elsti 115 ára. Fjórir einstaklingar á Norðurlöndum tilheyra hópnum en Íslendingur hefur aldrei náð þessu marki; sá elsti varð 109 ára.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×