„Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 17. janúar 2023 19:04 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga barnalega hvað orkumál varðar. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga vera barnalega þegar kemur að öryggismálum. Þá sé þjóðin ekki tilbúin fyrir áföll framtíðarinnar. Guðlaugur Þór ræddi rafmagnsleysi á Reykjanesi og orkumál í Reykjavík síðdegis. „Bara svona í hreinskilni þegar kemur að öryggismálum hvort sem það eru þjóðaröryggismál eða orkuöryggi að þá erum við Íslendingar svolítil börn og verðum að taka þetta af meiri festu en við höfum gert áður,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að ekki eigi að þurfa rafmagnsleysi til þess að hugað sé að þessum málefnum. Hann segir mikla pólitíska samstöðu ríkja um framtíðarsýn í orkumálum, að Íslendingar væri sjálfir sér nógir um orku. „Það þýðir það að þegar hræðilegir hlutir gerast eins og í Evrópu þegar Rússar ráðast inn í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir orkuver, þá finnum við mjög lítið fyrir því. Við viljum ganga skrefinu lengra og vera með íslenska, sjálfbæra og endurnýjanlega orku á öllum okkar farartækjum og því sem við notum jarðefnaeldsneyti í núna,“ segir Guðlaugur. Þó sé til lítils að ætla sér þetta ef ekki er tryggt að orkan sé fáanleg ef eitthvað kemur upp á. Íslendingar þurfi að gera betur í því að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Þá segir Guðlaugur hljóð og mynd ekki fara saman. Íslendingum þyki sjálfsagt að geta gengið að eigin orku en séum ekki búin að undirbúa okkur undir áföll framtíðarinnar. Græn orka nauðsynleg Aðspurður hvort honum þyki rafmagns- og heita vatnsleysið sem kom upp á Reykjanesi varða þjóðaröryggi svarar ráðherra því játandi. Hann segir það einnig eiga við um önnur svæði á landinu. „Við þurfum að gefa þessu miklu meiri gaum og taka þetta af miklu meiri festu. Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál,“ segir Guðlaugur og svarar því jafnframt að til þess að lagfæra stöðuna þurfi að sjá til þess að á Íslandi sé græn orka. Hann segir nauðsynlegt að sjá til þess að ef eitthvað komi upp á þurfi einhver varaskeifa að vera til staðar til þess að taka við keyrslu á raforku. „Við erum með byggðarlínu sem við byggjum allt á, hún er hálfrar aldar gömul og hefur nýst okkur mjög vel. Það liggur alveg fyrir að hún komi til ára sinna og við þurfum að taka mið af því,“ segir Guðlaugur en öll svæði skipti máli. Plan B þurfi alltaf að vera til staðar. Eðlilegt að deila en niðurstaða nauðsynleg Hann segir eðlilegt að fólk deili um leiðir sem fara skuli við lagningu nýrra rafmagnslína en ekki sé hægt að fresta hlutunum endalaust. Nauðsynlegt sé að komast að niðurstöðu. „Niðurstaðan er alltaf sú að fólk sem að hefur hagsmuna að gæta, býr á svæðunum og annað þau þurfa að tala sig saman að niðurstöðu. Við getum ekki sparkað dollunni niður götuna endalaust,“ segir Guðlaugur. Hann segir mál gærdagsins hafa varpað ljósi á það sem skeður þegar rafmagnsleysi verður en afleiðingarnar verði alltaf meiri eftir því sem gengið er lengra í orkuskiptum. „Þeir aðilar sem að málunum koma, við þurfum bara að setjast niður og klára þetta verk,“ segir Guðlaugur. Viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Umhverfismál Orkumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Guðlaugur Þór ræddi rafmagnsleysi á Reykjanesi og orkumál í Reykjavík síðdegis. „Bara svona í hreinskilni þegar kemur að öryggismálum hvort sem það eru þjóðaröryggismál eða orkuöryggi að þá erum við Íslendingar svolítil börn og verðum að taka þetta af meiri festu en við höfum gert áður,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að ekki eigi að þurfa rafmagnsleysi til þess að hugað sé að þessum málefnum. Hann segir mikla pólitíska samstöðu ríkja um framtíðarsýn í orkumálum, að Íslendingar væri sjálfir sér nógir um orku. „Það þýðir það að þegar hræðilegir hlutir gerast eins og í Evrópu þegar Rússar ráðast inn í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir orkuver, þá finnum við mjög lítið fyrir því. Við viljum ganga skrefinu lengra og vera með íslenska, sjálfbæra og endurnýjanlega orku á öllum okkar farartækjum og því sem við notum jarðefnaeldsneyti í núna,“ segir Guðlaugur. Þó sé til lítils að ætla sér þetta ef ekki er tryggt að orkan sé fáanleg ef eitthvað kemur upp á. Íslendingar þurfi að gera betur í því að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Þá segir Guðlaugur hljóð og mynd ekki fara saman. Íslendingum þyki sjálfsagt að geta gengið að eigin orku en séum ekki búin að undirbúa okkur undir áföll framtíðarinnar. Græn orka nauðsynleg Aðspurður hvort honum þyki rafmagns- og heita vatnsleysið sem kom upp á Reykjanesi varða þjóðaröryggi svarar ráðherra því játandi. Hann segir það einnig eiga við um önnur svæði á landinu. „Við þurfum að gefa þessu miklu meiri gaum og taka þetta af miklu meiri festu. Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál,“ segir Guðlaugur og svarar því jafnframt að til þess að lagfæra stöðuna þurfi að sjá til þess að á Íslandi sé græn orka. Hann segir nauðsynlegt að sjá til þess að ef eitthvað komi upp á þurfi einhver varaskeifa að vera til staðar til þess að taka við keyrslu á raforku. „Við erum með byggðarlínu sem við byggjum allt á, hún er hálfrar aldar gömul og hefur nýst okkur mjög vel. Það liggur alveg fyrir að hún komi til ára sinna og við þurfum að taka mið af því,“ segir Guðlaugur en öll svæði skipti máli. Plan B þurfi alltaf að vera til staðar. Eðlilegt að deila en niðurstaða nauðsynleg Hann segir eðlilegt að fólk deili um leiðir sem fara skuli við lagningu nýrra rafmagnslína en ekki sé hægt að fresta hlutunum endalaust. Nauðsynlegt sé að komast að niðurstöðu. „Niðurstaðan er alltaf sú að fólk sem að hefur hagsmuna að gæta, býr á svæðunum og annað þau þurfa að tala sig saman að niðurstöðu. Við getum ekki sparkað dollunni niður götuna endalaust,“ segir Guðlaugur. Hann segir mál gærdagsins hafa varpað ljósi á það sem skeður þegar rafmagnsleysi verður en afleiðingarnar verði alltaf meiri eftir því sem gengið er lengra í orkuskiptum. „Þeir aðilar sem að málunum koma, við þurfum bara að setjast niður og klára þetta verk,“ segir Guðlaugur. Viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni má hlusta á hér að ofan.
Umhverfismál Orkumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira