Erlent

Sex manna fjöl­skylda skotin til bana í Kali­forníu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá árásarstaðnum.
Frá árásarstaðnum. Lögreglan í Tulare/AP

Sex manna fjölskylda, þar á meðal sex mánaða gamalt barn og sautján ára móðir barnsins, var skotin til bana í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Tveir eru grunaðir um morðin en þeir hafa ekki verið handsamaðir. 

Lögreglan í Tulare-sýslu greindi frá þessu í dag. Talið er að einhverjir í málinu tengist gengjastarfsemi en húsleit var gerð á heimilinu þar sem morðin áttu sér stað í síðustu viku. 

„Við teljum að þetta sé ekki handahófskennd árás. Við teljum að fjölskyldan hafi verið skotmarkið,“ hefur fréttaveita Reuters eftir Mike Boudreaux, lögreglustjóranum í Tulare. 

Lögreglan grunar tvo menn um verknaðinn en þeir hafa enn ekki verið handteknir. Lögreglan telur sig þó hafa vísbendingar um hvar má finna mennina. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×