Kennarinn í MS: „Afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2023 18:54 Margrét Haraldsdóttir framhaldsskólakennari segir málið ósköp einfalt. Verið sé að sýna þegar tilteknar stefnur í stjórnmálum fari út í öfga. Nákvæmlega eins glæra hafi verið tekin um öfgar á vinstrivæng. Facebook/Samsett Kennari í Menntaskólanum við Sund segir af og frá að glæra sem fór í dreifingu í vikunni sé merki um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Glæran hafi verið til að sýna öfgar í stjórnmálastefnum, til dæmis þegar farið er úr sterkum foringjum yfir í einræði. Nákvæmlega eins glæra hafi verið til að sýna hættulega þróun á vinstrivæng stjórnmála. Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss birti mynd af glæru úr kennslustund í Menntaskólanum við Sund á Facebook í vikunni, þar sem hann harmaði pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Elliði sagði að á glærunni væri verið að líkja Sjálfstæðisflokknum við Þýskaland Hitlers og Gestapo. Helga Sigríður Þórsdóttir rektor menntaskólans sagði við mbl.is í gær að glæran hafi verið tekin úr samhengi. Ekki væri hægt að átta sig á umfjöllunarefni kennslustundarinnar umþrættu. Skaut á tengsl kennarans við stjórnmálaflokk Ekki stóð á svörum og brást Elliði við athugasemdum rektors í dag. Þar sagðist hann hreinlega ekki átta sig á því í hvaða samhengi framsetningin teldist eðlileg. Hann skaut föstum skotum á kennarann, sem hann sagði hafa skipað fjórða sæti á lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir skömmu síðan. Því næst bað hann rektor svara: „Í hvaða samhengi teldir þú þessa glæru réttlætanlega?“ Kennarinn sem um ræðir er Margrét Haraldsdóttir. Hún segir í samtali við Vísi að málið sé ósköp einfalt. „Þetta er öfgaútgáfa af hægristefnu, þegar þetta er tekið alveg út fyrir. Þetta er glæra sem útskýrir það, þegar farið er út í öfgana. Þetta er svona eins og að taka þjóðkirkjuna og fara svo yfir í bókstafstrú; hvað gerist þegar þú ferð út í öfgana. Þarna er verið að tala um, þegar teknar eru bara mjög góðar stefnur, frjálshyggja, íhaldsstefna eða kristni eða hvað sem er, og farið út í öfga.“ Tekin alveg eins glæra á hinn veginn Útskýringarnar koma heim og saman við mynd af glærunni. Það er, dæmi er tekið um sterka foringja, þar sem nefndir eru Davíð Oddsson og Donald Trump. Lína er svo dregin yfir í „einræði: Hitler og Mússólíní.“ „Og svo er það líka á hinn veginn. Það er tekin alveg eins glæra á hinn veginn þegar farið er úr sósíalisma yfir í kommúnisma og anarkisma. Sem endar með ósköpum eins og við vitum í Sóvétríkjunum og allt þetta. Það er verið að sýna öfgar í báðar áttir.“ Á myndinni, sem er nokkuð óskýr, er lína til dæmis dregin frá stéttaskiptingu yfir í kynþáttafordóma; það er, þegar farið er út í öfga.Facebook Aðspurð um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum segir Margrét slíkar meiningar af og frá. Kennarar hafi mjög mismunandi skoðanir og passi vel að gæta hlutleysis eins og hægt er. „Þá get ég bara sagt þér að afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins, það er kannski allt í lagi að slá því upp líka,“ segir hún og hlær. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. 13. janúar 2023 23:05 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss birti mynd af glæru úr kennslustund í Menntaskólanum við Sund á Facebook í vikunni, þar sem hann harmaði pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Elliði sagði að á glærunni væri verið að líkja Sjálfstæðisflokknum við Þýskaland Hitlers og Gestapo. Helga Sigríður Þórsdóttir rektor menntaskólans sagði við mbl.is í gær að glæran hafi verið tekin úr samhengi. Ekki væri hægt að átta sig á umfjöllunarefni kennslustundarinnar umþrættu. Skaut á tengsl kennarans við stjórnmálaflokk Ekki stóð á svörum og brást Elliði við athugasemdum rektors í dag. Þar sagðist hann hreinlega ekki átta sig á því í hvaða samhengi framsetningin teldist eðlileg. Hann skaut föstum skotum á kennarann, sem hann sagði hafa skipað fjórða sæti á lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir skömmu síðan. Því næst bað hann rektor svara: „Í hvaða samhengi teldir þú þessa glæru réttlætanlega?“ Kennarinn sem um ræðir er Margrét Haraldsdóttir. Hún segir í samtali við Vísi að málið sé ósköp einfalt. „Þetta er öfgaútgáfa af hægristefnu, þegar þetta er tekið alveg út fyrir. Þetta er glæra sem útskýrir það, þegar farið er út í öfgana. Þetta er svona eins og að taka þjóðkirkjuna og fara svo yfir í bókstafstrú; hvað gerist þegar þú ferð út í öfgana. Þarna er verið að tala um, þegar teknar eru bara mjög góðar stefnur, frjálshyggja, íhaldsstefna eða kristni eða hvað sem er, og farið út í öfga.“ Tekin alveg eins glæra á hinn veginn Útskýringarnar koma heim og saman við mynd af glærunni. Það er, dæmi er tekið um sterka foringja, þar sem nefndir eru Davíð Oddsson og Donald Trump. Lína er svo dregin yfir í „einræði: Hitler og Mússólíní.“ „Og svo er það líka á hinn veginn. Það er tekin alveg eins glæra á hinn veginn þegar farið er úr sósíalisma yfir í kommúnisma og anarkisma. Sem endar með ósköpum eins og við vitum í Sóvétríkjunum og allt þetta. Það er verið að sýna öfgar í báðar áttir.“ Á myndinni, sem er nokkuð óskýr, er lína til dæmis dregin frá stéttaskiptingu yfir í kynþáttafordóma; það er, þegar farið er út í öfga.Facebook Aðspurð um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum segir Margrét slíkar meiningar af og frá. Kennarar hafi mjög mismunandi skoðanir og passi vel að gæta hlutleysis eins og hægt er. „Þá get ég bara sagt þér að afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins, það er kannski allt í lagi að slá því upp líka,“ segir hún og hlær.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. 13. janúar 2023 23:05 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. 13. janúar 2023 23:05