Innlent

Biðja íbúa að leita í görðum og geymslum að Modestas

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Modestas er 46 ára.
Modestas er 46 ára.

Lögreglan á Vesturlandi biður íbúa í Borgarnesi og nágrenni að skoða sitt nærumhverfi vegna leitarinnar að Modestas Antanavicius, 46 ára karlmanni, sem saknað hefur verið síðan á laugardag.

Íbúar eru beðnir um að leita í görðum og geymslum en sömuleiðis að skoða upptökur úr myndavélakerfum sem fólk hefur verið hús sín frá því á laugardaginn.

Fólk er beðið um að hafa samband við lögregluna í síma 444-0300 eða í síma 112 hafi það upplýsingar.

Töluverður kraftur hefur verið í leitinni að Modestas og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar meðal annars verið nýtt við það.

Modestas var leitað sumarið 2022 og var lýst eftir honum. Hann fannst heill á húfi.

Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir í samtali við Vísi að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi bæði í gær og í dag aðstoðað við leitina. Vonandi líka á morgun.

Þá hafi lögreglan dróna frá rannsóknardeildinni með hitamyndavél auk þess sem björgunarsveitirnar hafi dróna. Þeir hjálpi mikið við leitina.

„Við höfum reynt að kortleggja ferðir hans á laugardeginum eins og við getum,“ segir Ásmundur. Hann útskýrir að leitarsvæði hafi verið skilgreind í Borgarnesi og nágrenni. Modestas hafi ekki farið á bíl sínum og ekki verið með síma sinn, svo lögreglan hafi lítið til að byggja á.

„Við höfum séð hann fara í búð í Borgarnesi,“ segir Ásmundur en myndin sem sjá má að ofan er úr öryggismyndavél þaðan.

„Við erum að þræða fjörurnar og þekkta staði í Borgarnesi þar sem fólk sem hefur farið í sjó hefur endað,“ segir Ásmundur. Farið verður í víðtækari göngur um helgina með enn meiri liðsauka.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×