Mennirnir fundust þó fljótt eða um klukkan fimm. Þeir höfðu gengið inn á svæði á fjallinu þar sem harður snjór var og svell og treystu þeir sér ekki lengra, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg.
Mannbroddar voru settir á mennina, þeir tryggðir í línu og þeim fylgt niður af fjallinu. Í tilkynningunni segir að þeir hafi verið vel á sig komnir en ekki nógu vel búnir fyrir fjallaferðir að vetri til.
Myndband af aðstæðum á fjallinu má sjá hér að neðan.