Innlent

Vanbúnum ferðamönnum bjargað af Ketillaugarfjalli

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Ketillaugarfjalli í dag.
Frá Ketillaugarfjalli í dag. Björgunarfélag Hornafjarðar

Björgunarsveitafólk bjargaði í dag tveimur hollenskum ferðamönnum sem lent höfðu í sjálfheldu á Ketillaugarfjalli. Fjallið er nærri Höfn í Hornafirði en mennirnir höfðu ekki verið hefðbundna gönguleið sem gerði björgunarfólki erfiðara að finna þau.

Mennirnir fundust þó fljótt eða um klukkan fimm. Þeir höfðu gengið inn á svæði á fjallinu þar sem harður snjór var og svell og treystu þeir sér ekki lengra, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg.

Mannbroddar voru settir á mennina, þeir tryggðir í línu og þeim fylgt niður af fjallinu. Í tilkynningunni segir að þeir hafi verið vel á sig komnir en ekki nógu vel búnir fyrir fjallaferðir að vetri til.

Myndband af aðstæðum á fjallinu má sjá hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.