Erlent

Nokkrir særðir eftir árás á Gare de Nord í París

Atli Ísleifsson skrifar
Óljóst er hvað manninum gekk til að sögn franskra miðla. Myndin er úr safni.
Óljóst er hvað manninum gekk til að sögn franskra miðla. Myndin er úr safni. Getty

Nokkrir eru særðir, enginn þó alvarlega, eftir að maður vopnaður eggvopni réðst að fólki á lestarstöðinni Gare du Nord í París í morgun.

Óljóst er hvað manninum gekk til að sögn franskra miðla en lögreglumenn særðu hann skotsári og yfirbuguðu. Hann mun þó ekki vera alvarlega særður.

Innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, hrósaði lögreglunni fyrir skjót viðbrögð í málinu á Twitter-síðu sinni í morgun.

Árásarvettvangurinn hefur nú verið lokaður af og hafa orðið tafir á lestarsamgöngum frá stöðinni þótt ekki hafi þurft að loka henni að fullu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×