Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2023 11:39 Sólveig Anna fyrir fund samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara fyrir áramót. Vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni. Tilboði Eflingar fylgir útfærsla á nýrri launatöflu sem gerir ráð fyrir hækkunum á bilinu 40 til 59 þúsund krónur. Til viðbótar komi 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sama upphæð og lagt var upp með í tilboði Eflingar frá 12. desember, en nú sé boðið að uppbótin verði utan við grunnlaun og hækki því ekki vakta- og yfirvinnuálag. „Og við förum fram á það að sú tafla sem um semst sé í samræmi við það sem kemur Eflingarfólki best en við séum ekki þvinguð til að taka við niðurstöðu sem hentar okkur alls ekki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftir miðvikudag næstkomandi 11. janúar væri afturvirkni samninga út úr myndinni. Sólveig Anna gefur lítið fyrir þau ummæli. „Hvort það verði á endanum svo að afturvirkni samningsins verði tekin af Eflingarfólki, við auðvitað hlustum ekki á þessar hótanir. Við höfum gert kröfu um það að afturvirknin verði, líkt og hún hefur verið í öðrum samningum sem Samtök atvinnulífsins hafa gert, og það er bara okkar eindregna afstaða að svo verði,“ segir Sólveig. Verkfallsundirbúningur yrði næsta skref Tilboð Eflingar rennur út á hádegi á morgun og ljóst að tíminn er naumur. Halldór Benjamín sagðist í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hann væri ekki ýkja bjartsýnn á framhaldið. En hvað segir Sólveig Anna? „Það sem ég er bjartsýn á er það að samninganefnd Eflingar nái að gera kjarasamning sem hentar félagsfólki Eflingar.“ Er þetta það lengsta sem verður komist að ykkar hálfu? „Ja, við segjum í tilboðinu að fari svo að SA hafni alfarið þessu tilboði sem grundvelli að frekari viðræðum þá munum við slíta viðræðunum og hefja þá undirbúning næsta fasa.“ Sem er þá hver? „Sem er þá að hefja verkfallsaðgerðaundirbúning.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40 Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. 9. janúar 2023 09:31 Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Sjá meira
Tilboði Eflingar fylgir útfærsla á nýrri launatöflu sem gerir ráð fyrir hækkunum á bilinu 40 til 59 þúsund krónur. Til viðbótar komi 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sama upphæð og lagt var upp með í tilboði Eflingar frá 12. desember, en nú sé boðið að uppbótin verði utan við grunnlaun og hækki því ekki vakta- og yfirvinnuálag. „Og við förum fram á það að sú tafla sem um semst sé í samræmi við það sem kemur Eflingarfólki best en við séum ekki þvinguð til að taka við niðurstöðu sem hentar okkur alls ekki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftir miðvikudag næstkomandi 11. janúar væri afturvirkni samninga út úr myndinni. Sólveig Anna gefur lítið fyrir þau ummæli. „Hvort það verði á endanum svo að afturvirkni samningsins verði tekin af Eflingarfólki, við auðvitað hlustum ekki á þessar hótanir. Við höfum gert kröfu um það að afturvirknin verði, líkt og hún hefur verið í öðrum samningum sem Samtök atvinnulífsins hafa gert, og það er bara okkar eindregna afstaða að svo verði,“ segir Sólveig. Verkfallsundirbúningur yrði næsta skref Tilboð Eflingar rennur út á hádegi á morgun og ljóst að tíminn er naumur. Halldór Benjamín sagðist í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hann væri ekki ýkja bjartsýnn á framhaldið. En hvað segir Sólveig Anna? „Það sem ég er bjartsýn á er það að samninganefnd Eflingar nái að gera kjarasamning sem hentar félagsfólki Eflingar.“ Er þetta það lengsta sem verður komist að ykkar hálfu? „Ja, við segjum í tilboðinu að fari svo að SA hafni alfarið þessu tilboði sem grundvelli að frekari viðræðum þá munum við slíta viðræðunum og hefja þá undirbúning næsta fasa.“ Sem er þá hver? „Sem er þá að hefja verkfallsaðgerðaundirbúning.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40 Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. 9. janúar 2023 09:31 Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Sjá meira
Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40
Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. 9. janúar 2023 09:31
Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46