Innlent

Hlaut varnar­sár í á­tökum við Há­skóla­bíó

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn fékk að gista fangaklefa á Hverfisgötu.
Maðurinn fékk að gista fangaklefa á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm

Slagsmál brutust út milli tveggja manna að loknum viðburði fyrir framan Háskólabíó í gærkvöldi. Annar var handtekinn og annar fluttur á slysadeils þar sem kom í ljós að hann hafði hlotið varnarsár.

Greint var frá því í gær að slagsmála hafi brotist út að loknu vel heppnuðu Áramótaskopi Ara Eldjárn. 

Að sögn lögreglu var annar mannanna færður í fangaklefa og til stendur að yfirheyra hann í dag. Hinn var fluttur særður á bráðamóttöku þar sem kom í ljós að hann hafði hlotið varnarsár á útlim, hugsanlega eftir eggvopn.

Vísi hafði borist ábending um að um hnífstunguárás hafi verið að ræða en lögreglan vísar því á bug og segir líklegra að gripið hafi verið til eggvopns í hita leiksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×