Fótbolti

Frönsku meistararnir björguðu sér fyrir horn gegn C-deildarliði Chateauroux

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Carlos Soler skoraði annað mark PSG í kvöld.
Carlos Soler skoraði annað mark PSG í kvöld. Sylvain Lefevre/Getty Images

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain þurftu að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti C-deildarlið Chateauroux í frönsku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld.

Eins og við var að búast mættu stærstu stjörnur PSG ekki til leiks og það var Hugo Ekitike sem kom liðinu yfir strax á 13. mínútu leiksins. Heimamenn jöfnuðu þó metin stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Lengi vel leit út fyrir að heimamenn ætluðu að ná að halda út gegn frönsku meisturunum, en Carlos Soler kom liðinu yfir á nýjan leik þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Það var svo Juan Bernat sem gulltryggði 3-1 sigur gestanna með marki í uppbótartíma og PSG því á leið í 32-liða úrslit frönsku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×