Segir borgina sýna gott fordæmi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. janúar 2023 13:32 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir nýja rammasamninginn fagnaðarefni. Samtök Iðnaðarins Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar rammasamningi um aukna húsnæðisuppbyggingu og segir borgina sýna gott fordæmi. Formaður borgarráðs segir þetta stærsta skref sem hafi verið tekið í uppbyggingu húsnæðis í sögu borgarinnar. Rammasamningurinn, sem var undirritaður í gær af hálfu bæði ríkis og borgar kveður á um að á næstu 10 árum verði byggðar 16000 íbúðir í borginni, en fyrstu fimm árin verði byggðar 2000 íbúðir á ári. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri ræddi um samkomulagið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ótrúlega stór áfangi í gær. Sex mánuðum eftir kosningar þá erum við komin með samkomulag við innviðaráðuneytið og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um það að tvöfalda áformin hér í reykjavík um húsnæðisuppbyggingu. Við erum að skuldbinda okkur til tíu ára að byggja 16000 íbúðir. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar samkomulaginu og vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. „Við fögnum því mjög að fyrsta slíka samkomulagið hafi verið undirritað. Það er mjög ánægjulegt að sjá metnað Reykjavíkurborgar til þess að vera fyrst sveitarfélaga til þess að undirrita slíkt samkomulag við ríkið. Mér finnst þetta líka vera til marks um stefnubreytingu hjá borginni sem ég fagna mjög. Þetta er að sama skapi mikil hvatning fyrir önnur sveitarfélög að klára slíka samninga við ríkið þannig að uppbygging húsnæðis á næstu árum geti orðið í takt við þarfir almennings.“ En ræður byggingariðnaðurinn við þessar áætlanir? „Iðnaðurinn er sannarlega klár í þetta verkefni og ég held að við öll hlökkum til þessarar uppbyggingar og ekki síður þess að það komist stöðugleiki á þennan markað sem er held ég gott fyrir alla aðila og ekki síst bara fyrir landsmenn.“ Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Rammasamningurinn, sem var undirritaður í gær af hálfu bæði ríkis og borgar kveður á um að á næstu 10 árum verði byggðar 16000 íbúðir í borginni, en fyrstu fimm árin verði byggðar 2000 íbúðir á ári. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri ræddi um samkomulagið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ótrúlega stór áfangi í gær. Sex mánuðum eftir kosningar þá erum við komin með samkomulag við innviðaráðuneytið og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um það að tvöfalda áformin hér í reykjavík um húsnæðisuppbyggingu. Við erum að skuldbinda okkur til tíu ára að byggja 16000 íbúðir. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar samkomulaginu og vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. „Við fögnum því mjög að fyrsta slíka samkomulagið hafi verið undirritað. Það er mjög ánægjulegt að sjá metnað Reykjavíkurborgar til þess að vera fyrst sveitarfélaga til þess að undirrita slíkt samkomulag við ríkið. Mér finnst þetta líka vera til marks um stefnubreytingu hjá borginni sem ég fagna mjög. Þetta er að sama skapi mikil hvatning fyrir önnur sveitarfélög að klára slíka samninga við ríkið þannig að uppbygging húsnæðis á næstu árum geti orðið í takt við þarfir almennings.“ En ræður byggingariðnaðurinn við þessar áætlanir? „Iðnaðurinn er sannarlega klár í þetta verkefni og ég held að við öll hlökkum til þessarar uppbyggingar og ekki síður þess að það komist stöðugleiki á þennan markað sem er held ég gott fyrir alla aðila og ekki síst bara fyrir landsmenn.“
Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira