Fleiri fá heilablóðfall og hjartaáfall í menguninni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. janúar 2023 12:00 Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku segir mikla mengun í borginni mjög alvarlegt vandamál. Vísir Fleiri frá heilablóðfall og hjartaáfall í mikilli loftmengun líkt og verið hefur í borginni að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. Áætlað er að um sextíu manns látist á hverju ári á Íslandi vegna mengunar. Loftmengun í borginni hefur sprengt alla skala í froststillunni á fyrstu dögum janúarmánaðar. Síðdegis í gær fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. Nokkuð ljóst má telja að mörkin verði þverbrotin þar sem einungis sex dagar eru liðnir af árinu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir ástandið valda miklu heilsutjóni. „Það er ekki augljóst eins og beinbrot eða þess háttar heilsutjón, en við sjáum aukna tíðni í heilablóðföllum og hjartaáföllum, sem kemur skýrt fram í faraldsfræðilegum rannsóknum,“ segir Hjalti. Staðan sé mjög alvarleg. „Það hefur verið áætlað út frá mengunartölum að það séu um sextíu manns sem látast af völdum loftmengunar á Íslandi á hverju ári.“ Þar að auki séu áhrif þess að fylla mannslíkamann af skaðlegum sótefnum óþekkt að einhverju leyti, en mengunin geti valdið illkynja sjúkdómum. Takmarka eigi umferð Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. „Á svona dögum höfum við séð vinsamleg tilmæli, þar sem fólk er kannski spurt hvort það vilji skilja bílinn eftir heima. En ég vill gjarnan sjá róttækari aðgerðir sem vernda rétt fólks til að anda að sér hreinu lofti. Það mætti fara í aðgerðir eins og að hafa ókeypis í almenningssamgöngur eða takmarka umferð á ákveðnum hluta bílaflotans eins og er gert víða erlendis,“ segir Hjalti. „Það á að vera skýlaus réttur okkar allra að anda að okkur hreinu lofti og hann á að vera sterkari en allt annað. Hann á að vera sterkari en réttur fólks til að keyra.“ Umhverfismál Heilbrigðismál Loftgæði Umferð Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Loftmengun í borginni hefur sprengt alla skala í froststillunni á fyrstu dögum janúarmánaðar. Síðdegis í gær fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. Nokkuð ljóst má telja að mörkin verði þverbrotin þar sem einungis sex dagar eru liðnir af árinu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir ástandið valda miklu heilsutjóni. „Það er ekki augljóst eins og beinbrot eða þess háttar heilsutjón, en við sjáum aukna tíðni í heilablóðföllum og hjartaáföllum, sem kemur skýrt fram í faraldsfræðilegum rannsóknum,“ segir Hjalti. Staðan sé mjög alvarleg. „Það hefur verið áætlað út frá mengunartölum að það séu um sextíu manns sem látast af völdum loftmengunar á Íslandi á hverju ári.“ Þar að auki séu áhrif þess að fylla mannslíkamann af skaðlegum sótefnum óþekkt að einhverju leyti, en mengunin geti valdið illkynja sjúkdómum. Takmarka eigi umferð Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. „Á svona dögum höfum við séð vinsamleg tilmæli, þar sem fólk er kannski spurt hvort það vilji skilja bílinn eftir heima. En ég vill gjarnan sjá róttækari aðgerðir sem vernda rétt fólks til að anda að sér hreinu lofti. Það mætti fara í aðgerðir eins og að hafa ókeypis í almenningssamgöngur eða takmarka umferð á ákveðnum hluta bílaflotans eins og er gert víða erlendis,“ segir Hjalti. „Það á að vera skýlaus réttur okkar allra að anda að okkur hreinu lofti og hann á að vera sterkari en allt annað. Hann á að vera sterkari en réttur fólks til að keyra.“
Umhverfismál Heilbrigðismál Loftgæði Umferð Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira