Vinnueftirlitið hefur farið í 253 athuganir í leikskóla frá 2015 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 10:54 Vinnueftirlitið var meðal annars kallað út á leikskólann Sólborg í Reykjavík. Reykjavíkurborg Frá árinu 2015 hefur Vinnueftirlitið farið í 253 vettvangsathuganir í leikskóla á landinu til að sinna eftirlitshlutverki sínu á grundvelli laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í 27 tilvikum voru gerðar athugasemdir vegna vinnurýmis starfsfólks. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Vinnueftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að í 15 af þessum 27 tilvikum voru gefnar út ábendingar að taka þyrfti tillit til bæði fjölda starfsfólks og barna. Hins vegar hafi ekki verið gefin bein fyrirmæli um fækkun barna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um það hversu margir leikskólar hefðu leitað til Vinnueftirlitsins vegna óviðunandi aðstæðna, hvort sem er vegna skorts á starfsmönnum eða myglu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa stjórnendur eða starfsmenn að minnsta kosti sex leikskóla í Reykjavík leitað til Vinnueftirlitsins, eftir að hafa mætt fálæti af hálfu skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Í svörum Vinnueftirlitsins segir að stofnunin tæki við ábendingum um ætlaðan vanbúnað á vinnustöðum frá starfsfólki og öðrum sem verða hans áskynja. Vinnueftirlitinu sé hins vegar óheimilt að upplýsa um hvort því hafi borist ábendingar eða umkvartanir um einstaka vinnustaði. „Á það einnig við um ákveðna tegundir vinnustaða á innlendum vinnumarkaði enda oft um tiltölulega fáa vinnustaði að ræða,“ segir í svörunum en afar mikilvægt sé að starfsfólk geti leitað til stofnunarinnar án þess að óttast að eiga það á hættu að stofnuninni verði gert skylt að upplýsa atvinnurekandann eða aðra um kvörtunina. Fréttastofa ræddi í september síðastliðnum við Guðrúnu Jónu Thorarensen, leikskólastjóra á Sólborg og samráðsfulltrúa leikskólastjórnenda í Reykjavík, þar sem hún greindi frá því að hún hefði leitað til Vinnueftirlitsins vegna fjölda barna á leikskólanum. Tilefnið var boðuð reglugerðabreyting menntamálaráðherra sem fól meðal annars í sér að ef ágreiningur kæmi upp um fjölda barna á leikskóla þá væri endanleg ákvörðun á forræði sveitarstjórnar. 136 umsagnir bárust um tillöguna og var hún dregin til baka. Í kjölfar heimsóknar Vinnueftirlitsins á Sólborg var börnunum á leikskólanum fækkað um 20 prósent. Leikskólar Reykjavík Vinnustaðurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum Vinnueftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að í 15 af þessum 27 tilvikum voru gefnar út ábendingar að taka þyrfti tillit til bæði fjölda starfsfólks og barna. Hins vegar hafi ekki verið gefin bein fyrirmæli um fækkun barna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um það hversu margir leikskólar hefðu leitað til Vinnueftirlitsins vegna óviðunandi aðstæðna, hvort sem er vegna skorts á starfsmönnum eða myglu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa stjórnendur eða starfsmenn að minnsta kosti sex leikskóla í Reykjavík leitað til Vinnueftirlitsins, eftir að hafa mætt fálæti af hálfu skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Í svörum Vinnueftirlitsins segir að stofnunin tæki við ábendingum um ætlaðan vanbúnað á vinnustöðum frá starfsfólki og öðrum sem verða hans áskynja. Vinnueftirlitinu sé hins vegar óheimilt að upplýsa um hvort því hafi borist ábendingar eða umkvartanir um einstaka vinnustaði. „Á það einnig við um ákveðna tegundir vinnustaða á innlendum vinnumarkaði enda oft um tiltölulega fáa vinnustaði að ræða,“ segir í svörunum en afar mikilvægt sé að starfsfólk geti leitað til stofnunarinnar án þess að óttast að eiga það á hættu að stofnuninni verði gert skylt að upplýsa atvinnurekandann eða aðra um kvörtunina. Fréttastofa ræddi í september síðastliðnum við Guðrúnu Jónu Thorarensen, leikskólastjóra á Sólborg og samráðsfulltrúa leikskólastjórnenda í Reykjavík, þar sem hún greindi frá því að hún hefði leitað til Vinnueftirlitsins vegna fjölda barna á leikskólanum. Tilefnið var boðuð reglugerðabreyting menntamálaráðherra sem fól meðal annars í sér að ef ágreiningur kæmi upp um fjölda barna á leikskóla þá væri endanleg ákvörðun á forræði sveitarstjórnar. 136 umsagnir bárust um tillöguna og var hún dregin til baka. Í kjölfar heimsóknar Vinnueftirlitsins á Sólborg var börnunum á leikskólanum fækkað um 20 prósent.
Leikskólar Reykjavík Vinnustaðurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira