Innlent

Um­ferð á Hafnar­fjarðar­vegi beint um hjá­leið í næstu viku

Atli Ísleifsson skrifar
Til stendur að ráðast í vinnu við útskipti á gatnalýsingu í Kópavogsgjá á Hafnarfjarðarvegi fyrir Vegagerðina.
Til stendur að ráðast í vinnu við útskipti á gatnalýsingu í Kópavogsgjá á Hafnarfjarðarvegi fyrir Vegagerðina. Vísir/Vilhelm

Hafnarfjarðarvegi verður lokað á kafla við Kópavogsgjá öll kvöld og nætur á virkum dögum í næstu viku vegna framkvæmda.

Í tilkynningu frá verktaka á vegum Vegagerðarinnar segir að til standi að ráðast í vinnu við útskipti á gatnalýsingu í Kópavogsgjá á Hafnarfjarðarvegi fyrir Vegagerðina.

„Akreininni í átt að Reykjavík verður lokað milli 20:00 og 06:30 á hverjum degi frá mánudagskvöldinu 9. janúar fram á föstudagsmorguninn 13. janúar, segir í tilkynningu frá verktaka.

Hjáleið verður líkt og sjá má í mynd að neðan.

Hjáleið verður líkt og sjá má í myndinni. Framkvæmdasvæðið er rauði kaflinn á veginum.Vegagerðin


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×