„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2023 11:45 Friðrik Jónsson er formaður BHM. Vísir/Arnar Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. Formenn BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands funda með samninganefnd ríkisins klukkan eitt í dag í fjármálaráðuneytinu. Um vinnufund er að ræða og Friðrik Jónsson formaður BHM segir að gera þurfi viðræðurætlun og ræða stöðuna í ljósi þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir á almennum markaði. Friðrik segir þá leggja ákveðnar línur. „En við verðum bra að sjá til í samtali við okkar gagnaðila hvernig okkur tekst að lita innan þess ramma og hvort það sé möguleiki að fara út fyrir hann,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins hafa hið minnsta sýnt lítinn vilja til að fara út fyrir línurnar en á fundi þeirra með Eflingu í gær var lagt fram nýtt tilboð innan þess ramma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd félagsins muni hittast á sunnudag til að klára móttilboð sitt og ekkert hefur verið ákveðið með næsta samningafund. Friðrik segir að ef farið verði í skammtímasamng verði ýmis atriði er tengjast styttingu vinnuvikunnar og orlofsmálum mögulega lögð til hliðar en þá þurfi að nýta tímann vel fyrir gerð langtímasamnings. „Og það er áætis fyrirmynd sem liggur fyrir í VR samningnum, þar er búið að setja upp Excel töflu með atriðum sem þarf að ræða og tímalínu.“ Samningar BHM renna ekki út fyrr en í lok mars en Friðrik vill samt skrifa undir sem fyrst og vísar í að fimmtán mánuðir séu liðnir frá síðustu kjarasamningsbundnu launahækkun félagsmanna. „Það eru komnir fimmtán mánuðir í tæplega tíu prósent verðbólgu. Þá er fólk náttúrulega orðið svolítið óþreyjufullt að fá einhverjar kjarabætur sem fyrst. Ég teldi það til dæmis mjög eftirsóknarvert að ræða, ef við erum að fara gera skammtímasamning, að færa fram launahækkanir. Það er engin ástæða til að bíða eftir hækun launaliða til 1 apríl. Ef við gætum fengið það fyrr væri það gífurlega væn gulrót til þess að ná samningum fyrir okkar fólk.“ Fyrirtækin ansi kræf Friðrik segir fólk hafa orðið tvöföldum kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana og kallar eftir því að atvinnulífið geri betur í því að vinna bug á verðbólgunni. „Því verðbólgan er að mjög stórum hluta hagnaðardrifin. Afkoma í íslensku atvinnulífi hefur aldrei verið betri og menn eru ansi kræfir í að taka sér góðan hagnað og eru þar með ekki að taka þátt í að vinna bug á verðbólgunni. Það þarf að stilla verðhækkunum í hóf og stilla arðsemis- og hagnaðarkröfum í hóf. Það er svigrúm til að halda aftur af sér og þarna getur atvinnulífið komið til móts við okkur til að vinna bug á verðbólgunni.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Formenn BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands funda með samninganefnd ríkisins klukkan eitt í dag í fjármálaráðuneytinu. Um vinnufund er að ræða og Friðrik Jónsson formaður BHM segir að gera þurfi viðræðurætlun og ræða stöðuna í ljósi þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir á almennum markaði. Friðrik segir þá leggja ákveðnar línur. „En við verðum bra að sjá til í samtali við okkar gagnaðila hvernig okkur tekst að lita innan þess ramma og hvort það sé möguleiki að fara út fyrir hann,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins hafa hið minnsta sýnt lítinn vilja til að fara út fyrir línurnar en á fundi þeirra með Eflingu í gær var lagt fram nýtt tilboð innan þess ramma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd félagsins muni hittast á sunnudag til að klára móttilboð sitt og ekkert hefur verið ákveðið með næsta samningafund. Friðrik segir að ef farið verði í skammtímasamng verði ýmis atriði er tengjast styttingu vinnuvikunnar og orlofsmálum mögulega lögð til hliðar en þá þurfi að nýta tímann vel fyrir gerð langtímasamnings. „Og það er áætis fyrirmynd sem liggur fyrir í VR samningnum, þar er búið að setja upp Excel töflu með atriðum sem þarf að ræða og tímalínu.“ Samningar BHM renna ekki út fyrr en í lok mars en Friðrik vill samt skrifa undir sem fyrst og vísar í að fimmtán mánuðir séu liðnir frá síðustu kjarasamningsbundnu launahækkun félagsmanna. „Það eru komnir fimmtán mánuðir í tæplega tíu prósent verðbólgu. Þá er fólk náttúrulega orðið svolítið óþreyjufullt að fá einhverjar kjarabætur sem fyrst. Ég teldi það til dæmis mjög eftirsóknarvert að ræða, ef við erum að fara gera skammtímasamning, að færa fram launahækkanir. Það er engin ástæða til að bíða eftir hækun launaliða til 1 apríl. Ef við gætum fengið það fyrr væri það gífurlega væn gulrót til þess að ná samningum fyrir okkar fólk.“ Fyrirtækin ansi kræf Friðrik segir fólk hafa orðið tvöföldum kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana og kallar eftir því að atvinnulífið geri betur í því að vinna bug á verðbólgunni. „Því verðbólgan er að mjög stórum hluta hagnaðardrifin. Afkoma í íslensku atvinnulífi hefur aldrei verið betri og menn eru ansi kræfir í að taka sér góðan hagnað og eru þar með ekki að taka þátt í að vinna bug á verðbólgunni. Það þarf að stilla verðhækkunum í hóf og stilla arðsemis- og hagnaðarkröfum í hóf. Það er svigrúm til að halda aftur af sér og þarna getur atvinnulífið komið til móts við okkur til að vinna bug á verðbólgunni.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira