„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2023 11:45 Friðrik Jónsson er formaður BHM. Vísir/Arnar Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. Formenn BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands funda með samninganefnd ríkisins klukkan eitt í dag í fjármálaráðuneytinu. Um vinnufund er að ræða og Friðrik Jónsson formaður BHM segir að gera þurfi viðræðurætlun og ræða stöðuna í ljósi þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir á almennum markaði. Friðrik segir þá leggja ákveðnar línur. „En við verðum bra að sjá til í samtali við okkar gagnaðila hvernig okkur tekst að lita innan þess ramma og hvort það sé möguleiki að fara út fyrir hann,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins hafa hið minnsta sýnt lítinn vilja til að fara út fyrir línurnar en á fundi þeirra með Eflingu í gær var lagt fram nýtt tilboð innan þess ramma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd félagsins muni hittast á sunnudag til að klára móttilboð sitt og ekkert hefur verið ákveðið með næsta samningafund. Friðrik segir að ef farið verði í skammtímasamng verði ýmis atriði er tengjast styttingu vinnuvikunnar og orlofsmálum mögulega lögð til hliðar en þá þurfi að nýta tímann vel fyrir gerð langtímasamnings. „Og það er áætis fyrirmynd sem liggur fyrir í VR samningnum, þar er búið að setja upp Excel töflu með atriðum sem þarf að ræða og tímalínu.“ Samningar BHM renna ekki út fyrr en í lok mars en Friðrik vill samt skrifa undir sem fyrst og vísar í að fimmtán mánuðir séu liðnir frá síðustu kjarasamningsbundnu launahækkun félagsmanna. „Það eru komnir fimmtán mánuðir í tæplega tíu prósent verðbólgu. Þá er fólk náttúrulega orðið svolítið óþreyjufullt að fá einhverjar kjarabætur sem fyrst. Ég teldi það til dæmis mjög eftirsóknarvert að ræða, ef við erum að fara gera skammtímasamning, að færa fram launahækkanir. Það er engin ástæða til að bíða eftir hækun launaliða til 1 apríl. Ef við gætum fengið það fyrr væri það gífurlega væn gulrót til þess að ná samningum fyrir okkar fólk.“ Fyrirtækin ansi kræf Friðrik segir fólk hafa orðið tvöföldum kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana og kallar eftir því að atvinnulífið geri betur í því að vinna bug á verðbólgunni. „Því verðbólgan er að mjög stórum hluta hagnaðardrifin. Afkoma í íslensku atvinnulífi hefur aldrei verið betri og menn eru ansi kræfir í að taka sér góðan hagnað og eru þar með ekki að taka þátt í að vinna bug á verðbólgunni. Það þarf að stilla verðhækkunum í hóf og stilla arðsemis- og hagnaðarkröfum í hóf. Það er svigrúm til að halda aftur af sér og þarna getur atvinnulífið komið til móts við okkur til að vinna bug á verðbólgunni.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Formenn BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands funda með samninganefnd ríkisins klukkan eitt í dag í fjármálaráðuneytinu. Um vinnufund er að ræða og Friðrik Jónsson formaður BHM segir að gera þurfi viðræðurætlun og ræða stöðuna í ljósi þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir á almennum markaði. Friðrik segir þá leggja ákveðnar línur. „En við verðum bra að sjá til í samtali við okkar gagnaðila hvernig okkur tekst að lita innan þess ramma og hvort það sé möguleiki að fara út fyrir hann,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins hafa hið minnsta sýnt lítinn vilja til að fara út fyrir línurnar en á fundi þeirra með Eflingu í gær var lagt fram nýtt tilboð innan þess ramma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd félagsins muni hittast á sunnudag til að klára móttilboð sitt og ekkert hefur verið ákveðið með næsta samningafund. Friðrik segir að ef farið verði í skammtímasamng verði ýmis atriði er tengjast styttingu vinnuvikunnar og orlofsmálum mögulega lögð til hliðar en þá þurfi að nýta tímann vel fyrir gerð langtímasamnings. „Og það er áætis fyrirmynd sem liggur fyrir í VR samningnum, þar er búið að setja upp Excel töflu með atriðum sem þarf að ræða og tímalínu.“ Samningar BHM renna ekki út fyrr en í lok mars en Friðrik vill samt skrifa undir sem fyrst og vísar í að fimmtán mánuðir séu liðnir frá síðustu kjarasamningsbundnu launahækkun félagsmanna. „Það eru komnir fimmtán mánuðir í tæplega tíu prósent verðbólgu. Þá er fólk náttúrulega orðið svolítið óþreyjufullt að fá einhverjar kjarabætur sem fyrst. Ég teldi það til dæmis mjög eftirsóknarvert að ræða, ef við erum að fara gera skammtímasamning, að færa fram launahækkanir. Það er engin ástæða til að bíða eftir hækun launaliða til 1 apríl. Ef við gætum fengið það fyrr væri það gífurlega væn gulrót til þess að ná samningum fyrir okkar fólk.“ Fyrirtækin ansi kræf Friðrik segir fólk hafa orðið tvöföldum kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana og kallar eftir því að atvinnulífið geri betur í því að vinna bug á verðbólgunni. „Því verðbólgan er að mjög stórum hluta hagnaðardrifin. Afkoma í íslensku atvinnulífi hefur aldrei verið betri og menn eru ansi kræfir í að taka sér góðan hagnað og eru þar með ekki að taka þátt í að vinna bug á verðbólgunni. Það þarf að stilla verðhækkunum í hóf og stilla arðsemis- og hagnaðarkröfum í hóf. Það er svigrúm til að halda aftur af sér og þarna getur atvinnulífið komið til móts við okkur til að vinna bug á verðbólgunni.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira