Innlent

Skjót við­brögð slökkvi­liðs­manns á frí­vakt auð­velduðu slökkvi­störf

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Gámurinn stóð í ljósum logum.
Gámurinn stóð í ljósum logum. Aðsent

Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út að Holtaskóla í Reykjanesbæ í kvöld vegna elds í gámi á skólalóð skólans. Slökkvistarf tók fljótt af en skjót viðbrögð slökkviliðsmanns á frívakt auðvelduðu verkið. 

í samtali við Vísi segir Ingvar Georgsson, slökkviliðsmaður að þó óvitað sé hvað olli brunanum sé talið líklegt að flugeldur hafi farið inn í gáminn. Í gámnum voru innréttingar sem verið var að tæma úr Holtaskóla vegna myglu. 

„Þarna var vinnuvél við hliðina sem var í hættu, hún skemmdist aðeins en ekki mikið en gámurinn er ónýtur,“ segir Ingvar. Hann bætir því við að ansi mikið af krökkum hafi verið í kring vegna körfuboltaleiksins sem fór fram í íþróttahúsi á svæðinu en engin slys hafi orðið á fólki. Sömuleiðis hafi engar byggingar verið í hættu. 

Georg segir viðbragðsaðila hafa náð tökum á eldinum fljótt en tilkynningin barst slökkviliðinu klukkan 21:39. 

„Það var þarna slökkviliðsmaður á frívakt sem var búinn að ná í slökkvitæki inn í íþróttahúsið og var búinn að puða þeim á þetta til þess að halda eldinum frá vinnuvélinni sem var þarna við hliðina,“ segir Ingvar en með snöggum viðbrögðum hafi slökkviliðsmaðurinn á frívakt náð að halda eldinum niðri. 

Í myndbandinu hér að neðan má sjá slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum eldsins.

Fréttin var uppfærð klukkan 23:03. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×