Lífið

Ofurbloggari selur einbýlishúsið

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 2008 og er með sjö svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum.
Húsið var byggt árið 2008 og er með sjö svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum. Samsett

Marinó Gunnar Njálsson ráðgjafi og ofurbloggari og eiginkona hans Harpa Karlsdóttir snyrtifræðingur hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt í Vatnsendahverfi á sölu.

Ásett verð er 235 milljónir en fasteignamat eignarinnar er tæplega 175 milljónir. Um er að ræða 382 fermetra einbýlishús við Fróðaþing í Kópavogi með 35,8 fermetra innbyggðum bílskúr. Húsið er á tveimur hæðum auk kjallara með 70 fermetra óskráðu rými.

Húsið var byggt árið 2008 og er með sjö svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum.

Fram kemur í auglýsingu að eignin standi á 750,0 fermetra lóð sem er frágengin að mestu með tyrfðum flötum, fallegum hlöðnum veggjum og skjólsælli viðarverönd á baklóð með heitum potti.

Á neðri hæð hússins eru forstofa, hol, eldhús, samliggjandi glæsilegar stofur, gestasnyrting, þrjú herbergi, baðherbergi og bílskúr sem innangengt er í úr forstofu. Á efri hæðinni eru sjónvarpshol, fjögur barnaherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi og hjónasvíta sem er bæði með baðherbergi og fataherbergi innaf.

Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á fasteignavef Vísis.

Um er að ræða 382,4 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum auk kjallara.
Alls eru sjö svefnherbergi í húsinu.
Hér má sjá eitt af fjórum baðherbergjum sem eru í húsinu.
Gengið niður stigann á neðri hæð.
Á neðri hæð hússins er glæsileg stofa.
Svefnherbergi með fataherbergi.
Eldhúsið er bjart og rúmgott með fallegri gluggasetningu og harðparketi á gólfi.
Á efri hæð hússins er sjónvarpshol.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×