Auglýsingaherferð Heilsugæslunnar: „Þetta er voða ljótt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2023 21:26 Ragnheiður Baldursdóttir furðar sig á framsetningunni: Heima er pest. arnar halldórsson Eldra fólki á Grund brá mörgum í brún við auglýsingaherferð Heilsugæslunnar um að heima sé pest og þykir orðavalið heldur furðulegt. Nokkrar konur tóku fram nál og tvinna og tóku til við að sauma út skilaboðin í dag. Auglýsingaherferð heilsugæslunnar þar sem fólki er réttilega bent á að hvimleitt sé að fá niðurgang í bílnum og betra að æla bara heima, hefur vakið mikla athygli. Nokkrir íbúar á Grund saumuðu skilaboðin út með krosssaumi í dag en þeim íbúum sem fréttastofa ræddi við þykir skilaboðin heldur furðuleg og í besta falli afskræmi af þeirri fallegu og rótgrónu setningu: Heima er best. „Það er náttúrulega skömm af þessu. Það er sagt heima er pest. Það er voða ljótt. Þetta er klúður,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir að auglýsingin hafi virkað vel.arnar halldórsson „Þetta var hugmynd hjá auglýsingastofunni að koma með þessa skemmtilegu tilvitnun í Heima er best og þessar kæru konur hér sjá það strax að þetta eru skrítin skilaboð að segja heima er pest, það sé rangt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hvað ætti að standa? „Heima er best, það er það sem hefur alla tíð gengið,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Valgrður Kristjánsdóttir saumaði út í dag.arnar halldórsson „Heima er pest, það er heimapest,“ segir Valgerður Kristjánsdóttir. „Þetta er einhver sem er að gera grín, halda að þetta sé grín. En þetta er ekki grín,“ segir Ragnheiður. 30 þúsund beiðnir um vottorð á ári Nei grínið fellur mis vel í kramið. Ragnheiður Ósk segir að auglýsingin hafi að minnsta kosti svínvirkað, en markmið hennar er meðal annars að efla heilsulæsi fólks og hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning að fólk þurfi að vera heima þegar það er veikt. „Og við erum til dæmis núna að fá á hverju ári 30 þúsund beiðnir um vottorð fyrir fólk sem er veikt heima með flensu og það þykir okkur illa með tímann farið.“ Ragnheiður er afdráttarlaus þegar hún er spurð hvað henni finnist um skilaboðin á myndinni hér að ofan. „Ég myndi ekki setja þetta í kynningu eða auglýsingu eða neitt, þetta er bara bjánagangur,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Heilsugæsla Hjúkrunarheimili Handverk Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Auglýsingaherferð heilsugæslunnar þar sem fólki er réttilega bent á að hvimleitt sé að fá niðurgang í bílnum og betra að æla bara heima, hefur vakið mikla athygli. Nokkrir íbúar á Grund saumuðu skilaboðin út með krosssaumi í dag en þeim íbúum sem fréttastofa ræddi við þykir skilaboðin heldur furðuleg og í besta falli afskræmi af þeirri fallegu og rótgrónu setningu: Heima er best. „Það er náttúrulega skömm af þessu. Það er sagt heima er pest. Það er voða ljótt. Þetta er klúður,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir að auglýsingin hafi virkað vel.arnar halldórsson „Þetta var hugmynd hjá auglýsingastofunni að koma með þessa skemmtilegu tilvitnun í Heima er best og þessar kæru konur hér sjá það strax að þetta eru skrítin skilaboð að segja heima er pest, það sé rangt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hvað ætti að standa? „Heima er best, það er það sem hefur alla tíð gengið,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Valgrður Kristjánsdóttir saumaði út í dag.arnar halldórsson „Heima er pest, það er heimapest,“ segir Valgerður Kristjánsdóttir. „Þetta er einhver sem er að gera grín, halda að þetta sé grín. En þetta er ekki grín,“ segir Ragnheiður. 30 þúsund beiðnir um vottorð á ári Nei grínið fellur mis vel í kramið. Ragnheiður Ósk segir að auglýsingin hafi að minnsta kosti svínvirkað, en markmið hennar er meðal annars að efla heilsulæsi fólks og hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning að fólk þurfi að vera heima þegar það er veikt. „Og við erum til dæmis núna að fá á hverju ári 30 þúsund beiðnir um vottorð fyrir fólk sem er veikt heima með flensu og það þykir okkur illa með tímann farið.“ Ragnheiður er afdráttarlaus þegar hún er spurð hvað henni finnist um skilaboðin á myndinni hér að ofan. „Ég myndi ekki setja þetta í kynningu eða auglýsingu eða neitt, þetta er bara bjánagangur,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir.
Heilsugæsla Hjúkrunarheimili Handverk Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15